Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri, eins og sjá má í þættinum Um land allt á Stöð 2.

„Já, Öræfajökull í allri sinni dýrð. Þetta sést bara við morgunverðarborðið,“ segir Hreiðar um leið og hann sýnir okkur útsýnisgluggann í nýja húsinu.

Hann stefnir á 200 herbergja hótel en einnig á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina.
Hreiðar lýsir áformum sínum og er spurður hvort peningar frá syninum, Hermanni Hreiðarssyni, séu að koma inn í verkefnið. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 á morgun, laugardag, klukkan 14.55. Eldri þætti Um land allt má nálgast í gegnum Maraþon Stöðvar 2.
Hér má sjá fjögurra mínútna myndskeið úr þættinum um Brunasand: