Varnarmaður KR eftirsóttur af liðum í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 13:01 Finnur Tómas gæti verið á leið til Svíþjóðar. Vísir/Bára Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, er á óskalista tveggja liða í sænsku úrvalsdeildinni. Hinn 19 ára gamli Finnur Tómas átti frábært tímabil með KR sumarið 2019 er liðið varð Íslandsmeistari með yfirburðum. Var hann valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í kjölfarið. Líkt og allt KR-liðið átti hann erfitt uppdráttar en hann ristarbrotnaði á reynslu hjá skoska félaginu Rangers í janúar á síðasta ári og náði því ef til vill ekki að sýna sínar bestu hliðar. Það er þó ljóst að Finnur býr yfir miklum hæfileikum enda eru tvö af stærri liðum Svíþjóðar með hann á óskalista sínum samkvæmt frétt sænska miðilsins Expressen í dag. Bæði Norrköping og Elfsborg vilja fá Finn í sínar raðir. Er hér um að ræða tvö af stærri liðum Svíþjóðar en Elfsborg situr í 2. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir á meðan Norrköping er í 4. sæti en á enn möguleika á 2. sætinu. Norrköping hefur verið duglegt að fjárfesta í íslenskum leikmönnum undanfarin ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skotist upp á stjörnuhimininn á þessu tímabili. Mörg af stórliðum Evrópu er á eftir honum og óvíst hvort hann verði lengur í herbúðum Norrköping. Þeir Guðmundur Þórarinsson pg Arnór Sigurðsson gerðu einnig gott mót hjá Norrköping. Guðmundur leikur nú með New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Arnór með CSKA Moskvu í Rússlandi. Elfsborg hefur áður keypt ungan og efnilegan varnarmann af KR en árið 2012 gekk Skúli Jón Friðgeirsson í raðir sænska félagsins. Finnur Tómas hefur alls leikið 38 leiki í deild, bikar og Evrópu með KR og skorað í þeim tvö mörk. Á hann einnig að baki 12 leiki með Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni sumarið 2018. Þá hefur hann leikið alls 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U21 árs landsliðið. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Sænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnur Tómas átti frábært tímabil með KR sumarið 2019 er liðið varð Íslandsmeistari með yfirburðum. Var hann valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í kjölfarið. Líkt og allt KR-liðið átti hann erfitt uppdráttar en hann ristarbrotnaði á reynslu hjá skoska félaginu Rangers í janúar á síðasta ári og náði því ef til vill ekki að sýna sínar bestu hliðar. Það er þó ljóst að Finnur býr yfir miklum hæfileikum enda eru tvö af stærri liðum Svíþjóðar með hann á óskalista sínum samkvæmt frétt sænska miðilsins Expressen í dag. Bæði Norrköping og Elfsborg vilja fá Finn í sínar raðir. Er hér um að ræða tvö af stærri liðum Svíþjóðar en Elfsborg situr í 2. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir á meðan Norrköping er í 4. sæti en á enn möguleika á 2. sætinu. Norrköping hefur verið duglegt að fjárfesta í íslenskum leikmönnum undanfarin ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skotist upp á stjörnuhimininn á þessu tímabili. Mörg af stórliðum Evrópu er á eftir honum og óvíst hvort hann verði lengur í herbúðum Norrköping. Þeir Guðmundur Þórarinsson pg Arnór Sigurðsson gerðu einnig gott mót hjá Norrköping. Guðmundur leikur nú með New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Arnór með CSKA Moskvu í Rússlandi. Elfsborg hefur áður keypt ungan og efnilegan varnarmann af KR en árið 2012 gekk Skúli Jón Friðgeirsson í raðir sænska félagsins. Finnur Tómas hefur alls leikið 38 leiki í deild, bikar og Evrópu með KR og skorað í þeim tvö mörk. Á hann einnig að baki 12 leiki með Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni sumarið 2018. Þá hefur hann leikið alls 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá fyrir U21 árs landsliðið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Sænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira