Fyrsti þrífrestaði leikur NFL deildarinnar á loksins að fara fram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 16:00 JuJu Smith-Schuster og félagar í Pittsburgh Steelers spila loksins í kvöld sex dögum seinna en þeir áttu upphaflega að spila við Baltimore Ravens. Getty/ David Rosenblum Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens á Stöð 2 Sport 4 í kvöld mun vera með aðeins öðrum hætti en vanalega. Sjónvarpshléin endalausu verða klippt út í kvöld. Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira