Curry – sem missti af síðustu leiktíð vegna meiðsla en er allur að koma til – vildi ekki gefa neitt upp. Það er hins vegar er ljóst að hinn 34 ára gamli Drake mun ekki spila körfubolta á næstunni. Hann er nefnilega með slitið krossband í hné.
.@StephenCurry30 needs a bar on Drake s new album pic.twitter.com/KC5SWcg8ci
— Bleacher Report (@BleacherReport) November 30, 2020
Curry heimsótti Drake á heimili hans í Toronto í Kanada fyrir nokkru síðan. Þeir sem fylgjast með Drake á samfélagsmiðlum vita að hann er mikill stuðningsmaður Toronto Raptors og nokkuð liðtækur í körfubolta sjálfur.
Hvor þeirra ákvað að best væri taka nokkur skot og keppa svo einn á einn er enn óljóst. Drake er líklegur enda með með körfuboltavöll á heimili sínu. Hér er ekki átt við eina körfu í innkeyrslunni heldur heilan - yfirbyggðan - körfuboltavöll með öllu tilheyrandi.
Mikið af fólki var á svæðinu og náðust myndbönd sem og myndir af þeim að keppa.
Steph Curry pulled up to Drake s OVO court for a shoot around pic.twitter.com/d29I3g7vhj
— Rap All-Stars (@RapAllStars) September 10, 2020
Skömmu síðar fóru fregnir að beras tað Drake hefði slitið krossband í hné. Orðrómar þess efnis að Drake hefði meiðst er þeir kepptu gegn hvor öðrum fóru í kjölfarið á flug en Curry gaf lítið fyrir þá orðróma í viðtalinu.
„Við sjáum hvort hann semji rímu eða línu um hvað gerðist í alvörunni á næstu plötu hjá sér,“ sagði Curry og hló aðspurður út í meiðsli tónlistarmannsins.