Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 18:33 Vísir/Tryggvi Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar. RÚV greindi frá því í gær að beiðni nefndarinnar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á Syðri-Hofdölum hefði verið hafnað. Í bókun frá 10. nóvember sagði m.a. að tímabært væri að skoða riðuvarnar hérlendis en búið væri að slátra 161 dýri sem hefði komist í návígi við smitaðan hrút og ekkert þeirra greinst með riðu. „Margar smitleiðir voru á milli fjárins sem umgekkst hrútinn sem greindist með riðu og allrar hjarðarinnar, sérstaklega í sauðburði en þá er smithætta mest. Þó riða hafi ekki greinst í fénu sem umgekkst hrútinn beint, er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið smitað,“ segir hins vegar í tilkynningu MAST. Ástæður þess að stofnunin telur hjörðina á bænum líklega smitaða eru eftirfarandi: 1. Meðgöngutími riðu er að jafnaði tvö til þrjú ár, en getur farið upp í fimm ár. Meðgöngutími er sá tími sem líður frá því að kind fær í sig smit og þar til einkenni koma fram. Aðeins 10 mánuðir voru liðnir frá því smitaði hrúturinn kom í afmarkaðan hóp hjarðarinnar, litlar líkur eru því á að einkenni riðusmits sé komið fram í fénu. 2. Næmi prófsins (ELISA) sem notað er til að greina riðusmit er getur verið svo lágt sem 66%, þess vegna finnst ekki riðusmit í öllum kindum þó þær séu smitaðar. Næmið fer m.a. eftir því hversu langur tími er liðinn frá smiti. ELISA prófið er það besta sem völ er á. Ef það greinir riðusmit þá er það staðfest með öðru sértækara prófi en ef ELISA prófið greinir ekki riðu þá getur kindin samt sem áður verið smituð en engin leið til að kanna það nánar. „Greining gripanna í október var eingöngu gerð í rannsóknaskyni, því upphaf riðusmitsins á bænum var þekkt og því einstakt tækifæri til að skoða hvort smitefnið fyndist í eitlum eða heila eftir svo skamman smittíma. Þetta eru rök Matvælastofnunar sem fram koma í umsögn hennar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna andmæla við niðurskurði. Andmælin voru í kjölfarið dregin til baka. Það er mat stofnunarinnar að óverjandi sé að halda hjörð lifandi sem líkur eru á að sé smituð og getur því leitt til frekari útbreiðslu veikinnar.“ Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að beiðni nefndarinnar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á Syðri-Hofdölum hefði verið hafnað. Í bókun frá 10. nóvember sagði m.a. að tímabært væri að skoða riðuvarnar hérlendis en búið væri að slátra 161 dýri sem hefði komist í návígi við smitaðan hrút og ekkert þeirra greinst með riðu. „Margar smitleiðir voru á milli fjárins sem umgekkst hrútinn sem greindist með riðu og allrar hjarðarinnar, sérstaklega í sauðburði en þá er smithætta mest. Þó riða hafi ekki greinst í fénu sem umgekkst hrútinn beint, er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið smitað,“ segir hins vegar í tilkynningu MAST. Ástæður þess að stofnunin telur hjörðina á bænum líklega smitaða eru eftirfarandi: 1. Meðgöngutími riðu er að jafnaði tvö til þrjú ár, en getur farið upp í fimm ár. Meðgöngutími er sá tími sem líður frá því að kind fær í sig smit og þar til einkenni koma fram. Aðeins 10 mánuðir voru liðnir frá því smitaði hrúturinn kom í afmarkaðan hóp hjarðarinnar, litlar líkur eru því á að einkenni riðusmits sé komið fram í fénu. 2. Næmi prófsins (ELISA) sem notað er til að greina riðusmit er getur verið svo lágt sem 66%, þess vegna finnst ekki riðusmit í öllum kindum þó þær séu smitaðar. Næmið fer m.a. eftir því hversu langur tími er liðinn frá smiti. ELISA prófið er það besta sem völ er á. Ef það greinir riðusmit þá er það staðfest með öðru sértækara prófi en ef ELISA prófið greinir ekki riðu þá getur kindin samt sem áður verið smituð en engin leið til að kanna það nánar. „Greining gripanna í október var eingöngu gerð í rannsóknaskyni, því upphaf riðusmitsins á bænum var þekkt og því einstakt tækifæri til að skoða hvort smitefnið fyndist í eitlum eða heila eftir svo skamman smittíma. Þetta eru rök Matvælastofnunar sem fram koma í umsögn hennar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna andmæla við niðurskurði. Andmælin voru í kjölfarið dregin til baka. Það er mat stofnunarinnar að óverjandi sé að halda hjörð lifandi sem líkur eru á að sé smituð og getur því leitt til frekari útbreiðslu veikinnar.“
Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira