Einvígi gamla og nýja tímans þegar Brady og Mahomes mætast í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2020 10:31 Tom Brady og Patrick Mahomes eftir síðasta leik þeirra en þá var Brady leikmaður New England Patriots. Getty/Matthew J. Lee Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira