Hríðarveður í kortunum: Takmarkað skyggni og hviður allt að 40 metrar á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:15 Vindaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira