Saga Tryggva eiginlega sama sagan og í myndinni „The Air Up There“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 14:01 Tryggvi Snær Hlinason við Svartárvatn rétt frá æskuheimili sínu í Bárðardalnum. Skjámynd/S2 Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot
Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn