Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2020 08:55 Jón Eiríksson var gjarnan kallaður Drangeyjarjarl enda tíður gestur í eynni. Siv Friðleifsdóttir Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir
Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira