Jafnréttinu rigndi ekki yfir okkur Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur, en hvorki Ísland né önnur ríki heims hafa náð fullkomnu jafnrétti milli kynjanna. Við getum þó verið stolt af því að Ísland skori hæst þjóða á alþjóðlegum mælikvörðum um jafnrétti kynjanna og hefur gert í allmörg ár. Jafnréttinu rigndi samt ekki yfir okkur af himnum ofan, það hefur verið barist fyrir því í grasrótinni. Leikreglum samfélagsins hefur verið breytt m.a. með lögum og reglum, til að koma okkur þangað sem við erum í dag. Barátta fyrir jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni, það birtast nýjar áskoranir og það fæðast nýjar kynslóðir. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum? Vissulega hafa almenn viðhorf til orlofs feðra breyst en það er samt langt í land með jafnrétti á kynjaskiptum vinnumarkaði þar sem launamunur er enn alltof mikill. Þá tryggir sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs börnum nauðsynleg tengsl við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt okkur fram á tengslamyndun við foreldra á þessu tímabili skiptir enn meira máli fyrir farsæla ævi en lengst af var viðurkennt. Við höfum svo sannarlega verið minnt á það á COVID tímum að ekki er sjálfgefið að jafnréttinu miði alltaf fram á við og að allar framfarir í jafnréttismálum haldi. Það er margt sem bendir til bakslags í jafnréttismálum á heimsvísu á árinu 2020. Verjum þann árangur sem við höfum náð og höldum í sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs samhliða framþróun íslenskrar fæðingarorlofslöggjafar. Vinnum saman að auknu jafnrétti og tengslamyndun barna við báða foreldra. Fæðingarorlofið er afurð jafnréttisbaráttunnar og þarf að vera liður í henni áfram, það er hornsteinn jafnréttis bæði á vinnumarkaði sem og í samfélaginu öllu. Jafnréttismál verða aldrei strikuð út af verkefnalista stjórnmálanna. Fæðingarorlofið var ekki dregið upp úr hatti, það er mannanna verk og þar hefur Framsóknarflokkurinn sannarlega lagt sitt að mörkum m.a. með frumvarpi Páls Pétursson árið 2000 og frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar 2020. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Jafnréttismál Fæðingarorlof Félagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur, en hvorki Ísland né önnur ríki heims hafa náð fullkomnu jafnrétti milli kynjanna. Við getum þó verið stolt af því að Ísland skori hæst þjóða á alþjóðlegum mælikvörðum um jafnrétti kynjanna og hefur gert í allmörg ár. Jafnréttinu rigndi samt ekki yfir okkur af himnum ofan, það hefur verið barist fyrir því í grasrótinni. Leikreglum samfélagsins hefur verið breytt m.a. með lögum og reglum, til að koma okkur þangað sem við erum í dag. Barátta fyrir jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni, það birtast nýjar áskoranir og það fæðast nýjar kynslóðir. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum? Vissulega hafa almenn viðhorf til orlofs feðra breyst en það er samt langt í land með jafnrétti á kynjaskiptum vinnumarkaði þar sem launamunur er enn alltof mikill. Þá tryggir sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs börnum nauðsynleg tengsl við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt okkur fram á tengslamyndun við foreldra á þessu tímabili skiptir enn meira máli fyrir farsæla ævi en lengst af var viðurkennt. Við höfum svo sannarlega verið minnt á það á COVID tímum að ekki er sjálfgefið að jafnréttinu miði alltaf fram á við og að allar framfarir í jafnréttismálum haldi. Það er margt sem bendir til bakslags í jafnréttismálum á heimsvísu á árinu 2020. Verjum þann árangur sem við höfum náð og höldum í sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs samhliða framþróun íslenskrar fæðingarorlofslöggjafar. Vinnum saman að auknu jafnrétti og tengslamyndun barna við báða foreldra. Fæðingarorlofið er afurð jafnréttisbaráttunnar og þarf að vera liður í henni áfram, það er hornsteinn jafnréttis bæði á vinnumarkaði sem og í samfélaginu öllu. Jafnréttismál verða aldrei strikuð út af verkefnalista stjórnmálanna. Fæðingarorlofið var ekki dregið upp úr hatti, það er mannanna verk og þar hefur Framsóknarflokkurinn sannarlega lagt sitt að mörkum m.a. með frumvarpi Páls Pétursson árið 2000 og frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar 2020. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun