Jafnréttinu rigndi ekki yfir okkur Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur, en hvorki Ísland né önnur ríki heims hafa náð fullkomnu jafnrétti milli kynjanna. Við getum þó verið stolt af því að Ísland skori hæst þjóða á alþjóðlegum mælikvörðum um jafnrétti kynjanna og hefur gert í allmörg ár. Jafnréttinu rigndi samt ekki yfir okkur af himnum ofan, það hefur verið barist fyrir því í grasrótinni. Leikreglum samfélagsins hefur verið breytt m.a. með lögum og reglum, til að koma okkur þangað sem við erum í dag. Barátta fyrir jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni, það birtast nýjar áskoranir og það fæðast nýjar kynslóðir. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum? Vissulega hafa almenn viðhorf til orlofs feðra breyst en það er samt langt í land með jafnrétti á kynjaskiptum vinnumarkaði þar sem launamunur er enn alltof mikill. Þá tryggir sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs börnum nauðsynleg tengsl við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt okkur fram á tengslamyndun við foreldra á þessu tímabili skiptir enn meira máli fyrir farsæla ævi en lengst af var viðurkennt. Við höfum svo sannarlega verið minnt á það á COVID tímum að ekki er sjálfgefið að jafnréttinu miði alltaf fram á við og að allar framfarir í jafnréttismálum haldi. Það er margt sem bendir til bakslags í jafnréttismálum á heimsvísu á árinu 2020. Verjum þann árangur sem við höfum náð og höldum í sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs samhliða framþróun íslenskrar fæðingarorlofslöggjafar. Vinnum saman að auknu jafnrétti og tengslamyndun barna við báða foreldra. Fæðingarorlofið er afurð jafnréttisbaráttunnar og þarf að vera liður í henni áfram, það er hornsteinn jafnréttis bæði á vinnumarkaði sem og í samfélaginu öllu. Jafnréttismál verða aldrei strikuð út af verkefnalista stjórnmálanna. Fæðingarorlofið var ekki dregið upp úr hatti, það er mannanna verk og þar hefur Framsóknarflokkurinn sannarlega lagt sitt að mörkum m.a. með frumvarpi Páls Pétursson árið 2000 og frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar 2020. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Jafnréttismál Fæðingarorlof Félagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur, en hvorki Ísland né önnur ríki heims hafa náð fullkomnu jafnrétti milli kynjanna. Við getum þó verið stolt af því að Ísland skori hæst þjóða á alþjóðlegum mælikvörðum um jafnrétti kynjanna og hefur gert í allmörg ár. Jafnréttinu rigndi samt ekki yfir okkur af himnum ofan, það hefur verið barist fyrir því í grasrótinni. Leikreglum samfélagsins hefur verið breytt m.a. með lögum og reglum, til að koma okkur þangað sem við erum í dag. Barátta fyrir jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni, það birtast nýjar áskoranir og það fæðast nýjar kynslóðir. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum? Vissulega hafa almenn viðhorf til orlofs feðra breyst en það er samt langt í land með jafnrétti á kynjaskiptum vinnumarkaði þar sem launamunur er enn alltof mikill. Þá tryggir sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs börnum nauðsynleg tengsl við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt okkur fram á tengslamyndun við foreldra á þessu tímabili skiptir enn meira máli fyrir farsæla ævi en lengst af var viðurkennt. Við höfum svo sannarlega verið minnt á það á COVID tímum að ekki er sjálfgefið að jafnréttinu miði alltaf fram á við og að allar framfarir í jafnréttismálum haldi. Það er margt sem bendir til bakslags í jafnréttismálum á heimsvísu á árinu 2020. Verjum þann árangur sem við höfum náð og höldum í sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs samhliða framþróun íslenskrar fæðingarorlofslöggjafar. Vinnum saman að auknu jafnrétti og tengslamyndun barna við báða foreldra. Fæðingarorlofið er afurð jafnréttisbaráttunnar og þarf að vera liður í henni áfram, það er hornsteinn jafnréttis bæði á vinnumarkaði sem og í samfélaginu öllu. Jafnréttismál verða aldrei strikuð út af verkefnalista stjórnmálanna. Fæðingarorlofið var ekki dregið upp úr hatti, það er mannanna verk og þar hefur Framsóknarflokkurinn sannarlega lagt sitt að mörkum m.a. með frumvarpi Páls Pétursson árið 2000 og frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar 2020. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun