Jafnréttinu rigndi ekki yfir okkur Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur, en hvorki Ísland né önnur ríki heims hafa náð fullkomnu jafnrétti milli kynjanna. Við getum þó verið stolt af því að Ísland skori hæst þjóða á alþjóðlegum mælikvörðum um jafnrétti kynjanna og hefur gert í allmörg ár. Jafnréttinu rigndi samt ekki yfir okkur af himnum ofan, það hefur verið barist fyrir því í grasrótinni. Leikreglum samfélagsins hefur verið breytt m.a. með lögum og reglum, til að koma okkur þangað sem við erum í dag. Barátta fyrir jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni, það birtast nýjar áskoranir og það fæðast nýjar kynslóðir. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum? Vissulega hafa almenn viðhorf til orlofs feðra breyst en það er samt langt í land með jafnrétti á kynjaskiptum vinnumarkaði þar sem launamunur er enn alltof mikill. Þá tryggir sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs börnum nauðsynleg tengsl við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt okkur fram á tengslamyndun við foreldra á þessu tímabili skiptir enn meira máli fyrir farsæla ævi en lengst af var viðurkennt. Við höfum svo sannarlega verið minnt á það á COVID tímum að ekki er sjálfgefið að jafnréttinu miði alltaf fram á við og að allar framfarir í jafnréttismálum haldi. Það er margt sem bendir til bakslags í jafnréttismálum á heimsvísu á árinu 2020. Verjum þann árangur sem við höfum náð og höldum í sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs samhliða framþróun íslenskrar fæðingarorlofslöggjafar. Vinnum saman að auknu jafnrétti og tengslamyndun barna við báða foreldra. Fæðingarorlofið er afurð jafnréttisbaráttunnar og þarf að vera liður í henni áfram, það er hornsteinn jafnréttis bæði á vinnumarkaði sem og í samfélaginu öllu. Jafnréttismál verða aldrei strikuð út af verkefnalista stjórnmálanna. Fæðingarorlofið var ekki dregið upp úr hatti, það er mannanna verk og þar hefur Framsóknarflokkurinn sannarlega lagt sitt að mörkum m.a. með frumvarpi Páls Pétursson árið 2000 og frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar 2020. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Jafnréttismál Fæðingarorlof Félagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti ætti að vera sjálfsagður hlutur, en hvorki Ísland né önnur ríki heims hafa náð fullkomnu jafnrétti milli kynjanna. Við getum þó verið stolt af því að Ísland skori hæst þjóða á alþjóðlegum mælikvörðum um jafnrétti kynjanna og hefur gert í allmörg ár. Jafnréttinu rigndi samt ekki yfir okkur af himnum ofan, það hefur verið barist fyrir því í grasrótinni. Leikreglum samfélagsins hefur verið breytt m.a. með lögum og reglum, til að koma okkur þangað sem við erum í dag. Barátta fyrir jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni, það birtast nýjar áskoranir og það fæðast nýjar kynslóðir. Sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum? Vissulega hafa almenn viðhorf til orlofs feðra breyst en það er samt langt í land með jafnrétti á kynjaskiptum vinnumarkaði þar sem launamunur er enn alltof mikill. Þá tryggir sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs börnum nauðsynleg tengsl við báða foreldra á fyrstu mánuðum ævinnar. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt okkur fram á tengslamyndun við foreldra á þessu tímabili skiptir enn meira máli fyrir farsæla ævi en lengst af var viðurkennt. Við höfum svo sannarlega verið minnt á það á COVID tímum að ekki er sjálfgefið að jafnréttinu miði alltaf fram á við og að allar framfarir í jafnréttismálum haldi. Það er margt sem bendir til bakslags í jafnréttismálum á heimsvísu á árinu 2020. Verjum þann árangur sem við höfum náð og höldum í sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs samhliða framþróun íslenskrar fæðingarorlofslöggjafar. Vinnum saman að auknu jafnrétti og tengslamyndun barna við báða foreldra. Fæðingarorlofið er afurð jafnréttisbaráttunnar og þarf að vera liður í henni áfram, það er hornsteinn jafnréttis bæði á vinnumarkaði sem og í samfélaginu öllu. Jafnréttismál verða aldrei strikuð út af verkefnalista stjórnmálanna. Fæðingarorlofið var ekki dregið upp úr hatti, það er mannanna verk og þar hefur Framsóknarflokkurinn sannarlega lagt sitt að mörkum m.a. með frumvarpi Páls Pétursson árið 2000 og frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar 2020. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun