Sálgæsla hinna veraldlegu Norðurlanda Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2020 09:00 Mig langar að byrja á því að þakka séra Skúla S. Ólafssyni fyrir svar sitt við grein minni frá 22. nóvember. Fyrst langar mig að nefna að þegar ég tala um hlekki þjóðkirkju í upprunalegu greininni minni þá er verið að tala um að fólk sé í hlekkjum vanans og sé þess vegna skráð í Þjóðkirkjuna af gömlum vana, jafnvel enn þann daginn í dag þegar það er orðið mjög auðvelt að breyta trúarskráningu sinni hjá Þjóðskrá. Það er engin ástæða til að túlka þetta sem einhvern breyttan tón hjá Siðmennt, ég held að við séum almennt opin og víðsýn varðandi persónulega trú fólks hver sem hún er, en það verður einnig að hafa í huga að greinin er mín og ég tel mig alls ekki getað talað fyrir alla meðlimi Siðmenntar. Það er svo alls ekki meint sem svo að Kirkjan hafi fólk bókstaflega í hlekkjum, enda býr hér veraldleg þjóð með sjálfstæða hugsun sem lætur ekki hlekkja sig svo auðveldlega, sem betur fer. Jafnvel þó að Kirkjan virðist hafa litla samleið með stórum hluta meðlima sinna þá er margt fólk samt svolítið fast í viðjum rótgróina skráninga og því rétt að hvetja það til að skoða og hugsa um hvernig trúfélagsskráningu þess er háttað, sérstaklega í ljósi þess hversu fáir telja sig í raun eiga samleið með Kirkjunni samkvæmt könnun Siðmenntar. Persónulega þá þykir mér það mjög athyglisvert í sjálfu sér og það hlýtur að vera áhyggjuefni innan Kirkjunnar. Þjóðin vill aðgengi að veraldlegri sálgæslu Talandi um könnun Siðmenntar, þá er um að gera að ræða um sálgæsluna sem Skúli gerir að umtalsefni. Það kom nefnilega einnig fram í könnuninni að mjög lítill minnihluti þjóðarinnar telur að bjóða ætti eingöngu uppá kristilega sálgæslu, eða 3,2%. 15% aðspurðra telja að sálgæsla ætti einvörðungu að vera veraldleg, en mikill meirihluti, eða 79% telja, að stofnanir líkt og heilbrigðisstofnanir og fangelsi ættu að bjóða uppá bæði kristilegan og veraldlegan valkost þegar kemur að sálgæslu. Þannig að það er ljóst að þjóðin vill breytingar í þessum efnum og vil ég þakka Skúla fyrir að taka það mál upp að fyrra bragði, enda þarfnast það mál mun meiri og dýpri umræðu og athygli og alls ekki sjálfgefið að sálgæsluþjónusta geti ekki tekið breytingum á næstunni. Hin veraldlegu Norðurlönd og norræna módelið En svo að við snúum okkur að Norðurlöndunum, þá segir Skúli; “[Þjóðkirkjan] einkennir Norðurlöndin”. Þessi fullyrðing kemur mér sérstaklega spánskt fyrir sjónir, en samt er norræn menning svo ótal margt í mínum huga og hef ég sjálfur búið í þó nokkur ár í Danmörku. Vissulega hefur kirkjan haft einhverskonar dagsskrárvald í gegnum aldirnar og hefur staða Þjóðkirkna landanna verið sterk í sögulegu samhengi eftir kristnitöku þjóðanna og Norðurlöndin eru taldar meðal kristina þjóða, þó svo saga þjóðanna nái auðvitað miklu lengra aftur. En það eru þjóðkirkjur/ríkistrú á fleiri stöðum, t.d. á Englandi og Grikklandi og svo m.a. í mörgum löndum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum og ekki er endilega augljóst að það sé mikill samnefnari á milli Íslands og margra þeirra landa sem aðhyllast ákveðna ríkistrú sem er fest í lagabókstaf þjóðanna. Í Evrópu þá eru þjóðkirkjur frekar undantekning heldur en hitt, þó vissulega sé kristni ríkjandi þegar kemur að lífsskoðunum þeirra þjóða sem byggja álfuna. Sem dæmi þá gerðu Svíar m.a. sambandsbreytingu við Sænsku Kirkjuna árið 2000, þannig að margir Svíar líta svo á í dag að ekki sé lengur hægt að tala um þjóðkirkju þar, þó vissulega hafi Sænska Kirkjan enn forréttindi fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög þar í landi, svipað og íslenska Þjóðkirkjan hefur hér á landi. Norðmenn hafa svo einnig gert breytingar á stöðu Kirkjunnar árið 2017, þannig að það eru breytingar í gangi á Norðurlöndum varðandi stöðu Kirkjunnar almennt. Það er því ekki sjálfgefið að tala um að þjóðkirkjur einkenni Norðurlöndin í dag, enda hefur dregið úr sambandi hefðbundina þjóðkirkna og almennings á Norðurlöndum á síðustu áratugum. Velferðarsamfélag Þegar gildi norrænna velferðarsamfélaga er skoðað, t.d. í gegnum Norrænt samstarf, samstarfsvettvang norrænu þjóðanna, þá kemur margt áhugavert upp. Þegar grant er skoðað og jafnvel djúpt grafið þá virðist þáttur þjóðkirkjunnar ekki koma upp sem samnefnari eða einkenni norræna módelsins eða Norðurlanda í ræðu og riti almennt. Helst er rætt um samnefnara eins og lýðræði, að félagslegt öryggi almennings er mikið samanborið við önnur lönd, menntunarstig er hátt, ríkisstyrkt heilbrigðiskerfi, jafnrétti kynjanna er talið sjálfsagt, réttindi samkynhneigðra eru talin tiltölulega sjálfsögð, samfélögin búa yfir tækni og nýsköpun er mikil o.s.frv. En trúarbrögð eru almennt ekki talin upp þegar talað er um samnefnara norræns samstarfs eða einkenni Norðurlanda. Þess má einnig geta að þjóðkirkjur landanna hafa á köflum sett sig á móti ýmsum baráttumálum, eins og t.d. jafnrétti kynjanna og sjálfsögð réttindi samkynhneigðra þegar sú barátta byrjaði, þannig að margt í þeim viðmiðum sem við teljum sjálfsögð á Norðurlöndum hefur þróast þrátt fyrir tregðu Kirkjunnar, sem hefur svo seint og um síðir ákveðið að fylgja almenningsálitinu, sem er vissulega jákvætt og má ekki gera lítið úr, enda Þjóðkirkjan meira en bara trúfélag og hefur meiri slagkraft en bara hreint Guðsorð, þó svo að Skúli álíti að ég hafi haldið öðru fram í upprunalegu greininni. Sameiginlegir fletir Það getur auðvitað verið áhugavert og fróðlegt að skoða hvað er líkt með hinum ýmsu löndum og hvað fólk getur fundið sameiginlegt eins og á Norðulöndunum. T.d. eru Ikea, H&M og Rúmfatalagerinn (heitir mismunandi nöfnum á milli landa) á öllum Norðurlöndunum og reyndar víðar, og svo kaupir fólk líka Carlsberg, Volvo, Marimekko og allskonar skandinavískar vörur og hönnun í öllum þessum löndum. Tískubylgjur berast svo á milli landanna og geta verið mjög svipaðar og fólk horfir svo mikið til á sömu sjónvarpsséríurnar og mikið um sömu vestrænu áhrifin almennt, t.d. Seinfeld, Friends og Keeping Up with the Kardashians. Annað sem þessi lönd eiga sameiginlegt er að þau eru tiltölulega veraldleg og trúarhiti yfirleitt ekki mikill og almennt eru íbúar friðsamir og trú- og málfrelsi í hávegum haft. Fækkun hefur einnig verið í þjóðkirkjum allra Norðurlandanna á síðustu áratugum, sem er auðvitað áhugaverður samnefnari og t.d. í Svíþjóð hefur fækkunin síðan 2000 verið mjög hröð, farið úr um 83% niður í um 56% af íbúafjölda á aðeins 20 árum. Á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er þróunin svo svipuð og tiltölulega mikil fækkun á örfáum áratugum, þegar hlutur Þjóðkirkjunnar var um og yfir 90%. Það er því um að gera að minna fólk á trúfrelsið og rétt þess til að breyta trúfélagaskráningu sinni í samræmi við viðhorf sín, það finnst mér sjálfsagt mál. Einnig er það svo ljóst í mínum huga að þegar við tölum um sögu og menningu norrænna þjóða, norræna módelið og samnorrænt samstarf í dag þá eru þjóðkirkjur ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá fólki. Ég skil samt að embættismenn innan Kirkjunnar vilji verja sinn málstað og hagsmuni, sem er jú bara sjálfsagt mál og eðlilegt, jafn sjálfsagt og eðlilegt eins og að ég persónulega minni fólk á að það hversu auðvelt er að breyta trúfélagaskráningu sinni í dag og vara það við hlekkjum vanans, sem getur fest það í trúfélagsskráningu sem ekki passar því, m.a. hjá Þjóðkirkjunni, eins og könnun Siðmenntar sýnir svo augljóslega. Sjálfkrafa trúfélagsskráningar Af orðum Skúla í grein sinni mátti m.a. skilja að sjálfkrafa skráningar utan trúfélaga væru m.a. hluti af ástæðu þess að það væri fækkun skráðra í Þjóðkirkjunni. Í svari við fyrirspurn varðandi þetta hjá Þjóðskrá kom eftirfarandi fram; "Trúfélagsskráningu einstaklings er ekki breytt í þjóðskrá nema tilkynning þar um berist frá viðkomandi aðila. Það er alveg óháð búsetu, hvort sem hún er innan- eða utanlands", þannig að það virðist vera rangt hjá Skúla þegar hann skrifar að "[í]búar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga". Persónulega þá var ég sjálfkrafa skráður beint inn í kaþólska söfnuðinn eftir 7 ára búsetu í Danmörku, þar sem ég hafði verið sjálfkrafa skráður í Dönsku Þjóðkirkjuna að mér forspurðum. En það eru auðvitað liðin nokkur ár síðan, en það virðist samt vera í samræmi við svör Þjóðskrár í dag varðandi trúfélagsskráningarnar. Ég tók mig svo saman síðar (það var samt fyrir tíma rafrænna skilríkja) og breytti minni skráningu og það var nú svo sem ekki mikið mál og í dag er það svo enn einfaldara, enda bara nokkur klikk í snjallsímanum eða tölvunni - fólk ræður þessu auðvitað sjálft og getur gengið frá eða breytt sinni skráningu á www.skra.is á einfaldan hátt. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Sveinn Atli Gunnarsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að byrja á því að þakka séra Skúla S. Ólafssyni fyrir svar sitt við grein minni frá 22. nóvember. Fyrst langar mig að nefna að þegar ég tala um hlekki þjóðkirkju í upprunalegu greininni minni þá er verið að tala um að fólk sé í hlekkjum vanans og sé þess vegna skráð í Þjóðkirkjuna af gömlum vana, jafnvel enn þann daginn í dag þegar það er orðið mjög auðvelt að breyta trúarskráningu sinni hjá Þjóðskrá. Það er engin ástæða til að túlka þetta sem einhvern breyttan tón hjá Siðmennt, ég held að við séum almennt opin og víðsýn varðandi persónulega trú fólks hver sem hún er, en það verður einnig að hafa í huga að greinin er mín og ég tel mig alls ekki getað talað fyrir alla meðlimi Siðmenntar. Það er svo alls ekki meint sem svo að Kirkjan hafi fólk bókstaflega í hlekkjum, enda býr hér veraldleg þjóð með sjálfstæða hugsun sem lætur ekki hlekkja sig svo auðveldlega, sem betur fer. Jafnvel þó að Kirkjan virðist hafa litla samleið með stórum hluta meðlima sinna þá er margt fólk samt svolítið fast í viðjum rótgróina skráninga og því rétt að hvetja það til að skoða og hugsa um hvernig trúfélagsskráningu þess er háttað, sérstaklega í ljósi þess hversu fáir telja sig í raun eiga samleið með Kirkjunni samkvæmt könnun Siðmenntar. Persónulega þá þykir mér það mjög athyglisvert í sjálfu sér og það hlýtur að vera áhyggjuefni innan Kirkjunnar. Þjóðin vill aðgengi að veraldlegri sálgæslu Talandi um könnun Siðmenntar, þá er um að gera að ræða um sálgæsluna sem Skúli gerir að umtalsefni. Það kom nefnilega einnig fram í könnuninni að mjög lítill minnihluti þjóðarinnar telur að bjóða ætti eingöngu uppá kristilega sálgæslu, eða 3,2%. 15% aðspurðra telja að sálgæsla ætti einvörðungu að vera veraldleg, en mikill meirihluti, eða 79% telja, að stofnanir líkt og heilbrigðisstofnanir og fangelsi ættu að bjóða uppá bæði kristilegan og veraldlegan valkost þegar kemur að sálgæslu. Þannig að það er ljóst að þjóðin vill breytingar í þessum efnum og vil ég þakka Skúla fyrir að taka það mál upp að fyrra bragði, enda þarfnast það mál mun meiri og dýpri umræðu og athygli og alls ekki sjálfgefið að sálgæsluþjónusta geti ekki tekið breytingum á næstunni. Hin veraldlegu Norðurlönd og norræna módelið En svo að við snúum okkur að Norðurlöndunum, þá segir Skúli; “[Þjóðkirkjan] einkennir Norðurlöndin”. Þessi fullyrðing kemur mér sérstaklega spánskt fyrir sjónir, en samt er norræn menning svo ótal margt í mínum huga og hef ég sjálfur búið í þó nokkur ár í Danmörku. Vissulega hefur kirkjan haft einhverskonar dagsskrárvald í gegnum aldirnar og hefur staða Þjóðkirkna landanna verið sterk í sögulegu samhengi eftir kristnitöku þjóðanna og Norðurlöndin eru taldar meðal kristina þjóða, þó svo saga þjóðanna nái auðvitað miklu lengra aftur. En það eru þjóðkirkjur/ríkistrú á fleiri stöðum, t.d. á Englandi og Grikklandi og svo m.a. í mörgum löndum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum og ekki er endilega augljóst að það sé mikill samnefnari á milli Íslands og margra þeirra landa sem aðhyllast ákveðna ríkistrú sem er fest í lagabókstaf þjóðanna. Í Evrópu þá eru þjóðkirkjur frekar undantekning heldur en hitt, þó vissulega sé kristni ríkjandi þegar kemur að lífsskoðunum þeirra þjóða sem byggja álfuna. Sem dæmi þá gerðu Svíar m.a. sambandsbreytingu við Sænsku Kirkjuna árið 2000, þannig að margir Svíar líta svo á í dag að ekki sé lengur hægt að tala um þjóðkirkju þar, þó vissulega hafi Sænska Kirkjan enn forréttindi fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög þar í landi, svipað og íslenska Þjóðkirkjan hefur hér á landi. Norðmenn hafa svo einnig gert breytingar á stöðu Kirkjunnar árið 2017, þannig að það eru breytingar í gangi á Norðurlöndum varðandi stöðu Kirkjunnar almennt. Það er því ekki sjálfgefið að tala um að þjóðkirkjur einkenni Norðurlöndin í dag, enda hefur dregið úr sambandi hefðbundina þjóðkirkna og almennings á Norðurlöndum á síðustu áratugum. Velferðarsamfélag Þegar gildi norrænna velferðarsamfélaga er skoðað, t.d. í gegnum Norrænt samstarf, samstarfsvettvang norrænu þjóðanna, þá kemur margt áhugavert upp. Þegar grant er skoðað og jafnvel djúpt grafið þá virðist þáttur þjóðkirkjunnar ekki koma upp sem samnefnari eða einkenni norræna módelsins eða Norðurlanda í ræðu og riti almennt. Helst er rætt um samnefnara eins og lýðræði, að félagslegt öryggi almennings er mikið samanborið við önnur lönd, menntunarstig er hátt, ríkisstyrkt heilbrigðiskerfi, jafnrétti kynjanna er talið sjálfsagt, réttindi samkynhneigðra eru talin tiltölulega sjálfsögð, samfélögin búa yfir tækni og nýsköpun er mikil o.s.frv. En trúarbrögð eru almennt ekki talin upp þegar talað er um samnefnara norræns samstarfs eða einkenni Norðurlanda. Þess má einnig geta að þjóðkirkjur landanna hafa á köflum sett sig á móti ýmsum baráttumálum, eins og t.d. jafnrétti kynjanna og sjálfsögð réttindi samkynhneigðra þegar sú barátta byrjaði, þannig að margt í þeim viðmiðum sem við teljum sjálfsögð á Norðurlöndum hefur þróast þrátt fyrir tregðu Kirkjunnar, sem hefur svo seint og um síðir ákveðið að fylgja almenningsálitinu, sem er vissulega jákvætt og má ekki gera lítið úr, enda Þjóðkirkjan meira en bara trúfélag og hefur meiri slagkraft en bara hreint Guðsorð, þó svo að Skúli álíti að ég hafi haldið öðru fram í upprunalegu greininni. Sameiginlegir fletir Það getur auðvitað verið áhugavert og fróðlegt að skoða hvað er líkt með hinum ýmsu löndum og hvað fólk getur fundið sameiginlegt eins og á Norðulöndunum. T.d. eru Ikea, H&M og Rúmfatalagerinn (heitir mismunandi nöfnum á milli landa) á öllum Norðurlöndunum og reyndar víðar, og svo kaupir fólk líka Carlsberg, Volvo, Marimekko og allskonar skandinavískar vörur og hönnun í öllum þessum löndum. Tískubylgjur berast svo á milli landanna og geta verið mjög svipaðar og fólk horfir svo mikið til á sömu sjónvarpsséríurnar og mikið um sömu vestrænu áhrifin almennt, t.d. Seinfeld, Friends og Keeping Up with the Kardashians. Annað sem þessi lönd eiga sameiginlegt er að þau eru tiltölulega veraldleg og trúarhiti yfirleitt ekki mikill og almennt eru íbúar friðsamir og trú- og málfrelsi í hávegum haft. Fækkun hefur einnig verið í þjóðkirkjum allra Norðurlandanna á síðustu áratugum, sem er auðvitað áhugaverður samnefnari og t.d. í Svíþjóð hefur fækkunin síðan 2000 verið mjög hröð, farið úr um 83% niður í um 56% af íbúafjölda á aðeins 20 árum. Á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er þróunin svo svipuð og tiltölulega mikil fækkun á örfáum áratugum, þegar hlutur Þjóðkirkjunnar var um og yfir 90%. Það er því um að gera að minna fólk á trúfrelsið og rétt þess til að breyta trúfélagaskráningu sinni í samræmi við viðhorf sín, það finnst mér sjálfsagt mál. Einnig er það svo ljóst í mínum huga að þegar við tölum um sögu og menningu norrænna þjóða, norræna módelið og samnorrænt samstarf í dag þá eru þjóðkirkjur ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá fólki. Ég skil samt að embættismenn innan Kirkjunnar vilji verja sinn málstað og hagsmuni, sem er jú bara sjálfsagt mál og eðlilegt, jafn sjálfsagt og eðlilegt eins og að ég persónulega minni fólk á að það hversu auðvelt er að breyta trúfélagaskráningu sinni í dag og vara það við hlekkjum vanans, sem getur fest það í trúfélagsskráningu sem ekki passar því, m.a. hjá Þjóðkirkjunni, eins og könnun Siðmenntar sýnir svo augljóslega. Sjálfkrafa trúfélagsskráningar Af orðum Skúla í grein sinni mátti m.a. skilja að sjálfkrafa skráningar utan trúfélaga væru m.a. hluti af ástæðu þess að það væri fækkun skráðra í Þjóðkirkjunni. Í svari við fyrirspurn varðandi þetta hjá Þjóðskrá kom eftirfarandi fram; "Trúfélagsskráningu einstaklings er ekki breytt í þjóðskrá nema tilkynning þar um berist frá viðkomandi aðila. Það er alveg óháð búsetu, hvort sem hún er innan- eða utanlands", þannig að það virðist vera rangt hjá Skúla þegar hann skrifar að "[í]búar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga". Persónulega þá var ég sjálfkrafa skráður beint inn í kaþólska söfnuðinn eftir 7 ára búsetu í Danmörku, þar sem ég hafði verið sjálfkrafa skráður í Dönsku Þjóðkirkjuna að mér forspurðum. En það eru auðvitað liðin nokkur ár síðan, en það virðist samt vera í samræmi við svör Þjóðskrár í dag varðandi trúfélagsskráningarnar. Ég tók mig svo saman síðar (það var samt fyrir tíma rafrænna skilríkja) og breytti minni skráningu og það var nú svo sem ekki mikið mál og í dag er það svo enn einfaldara, enda bara nokkur klikk í snjallsímanum eða tölvunni - fólk ræður þessu auðvitað sjálft og getur gengið frá eða breytt sinni skráningu á www.skra.is á einfaldan hátt. Höfundur er varaformaður í stjórn Siðmenntar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun