Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 20:51 Hildur með Grammy-verðlaunin sem hún vann til fyrir tónlistina í Chernobyl. Hún er nú tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í Joker. Alberto E. Rodriguez/Getty Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú. Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú.
Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira