Nýjar grímureglur taka gildi í NFL á sögulegum Þakkargjörðardegi fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 15:00 Tennessee Titans leikmennirnir Aaron Brewer og Nate Davis grínuðust með það að setja upp grímur á hiðarlínunni í síðasta leik liðsins. AP/Nick Wass Bandaríkjamenn halda Þakkargjörðardaginn hátíðlegan á fimmtudaginn og að venju er boðið til NFL-leikjaveislu. Í fyrsta sinn í ár verða Þakkargjörðarhátíðarleikirnir í beinni í íslensku sjónvarpi. NFL gaf út strangari sóttvarnarreglur í dag en þær munu taka í gildi þegar tólfta vika keppnistímabilsins hefst á fimmtudaginn. #Coronavirus: The NFL is ordering players to mask up on the sidelines when they are not in the game. https://t.co/oKjTRtUGAd— FOX 17 (@FOX17) November 24, 2020 Hér eftir mega leikmenn ekki vera grímulausir þegar þeir eru ekki með hjálminn á sér á hliðarlínunni. Allir þjálfarar liðanna hafa þurft að vera með grímur og hefur NFL deildin sektað þá þjálfara sem hafa brotið grímureglurnar um risaupphæðir. Nú eiga leikmenn líka í hættu á því að fá slíkar sektir setji þeir ekki upp andlitsgrímu um leið og þeir taka niður hjálminn á hliðarlínunni. Þjálfarar mega heldur ekki lengur vera með skildi framan á sér heldur þurfa þeir að vera með grímur. Það er líka meiri tímapressa á liðum að yfirgefa leikvöllinn eftir að leik líkur. The NFL has expanded its mandate for mask usage on the sideline and is threatening discipline for those who violate the league s updated COVID-19 protocols. by @robmaaddi https://t.co/HPdPNgwhiJ— AP NFL (@AP_NFL) November 24, 2020 Þetta verður líka sögulegur Þakkargjörðardagur í íslensku íþróttasjónvarpi. Í fyrsta sinn verða leikir í beinni á Stöð 2 Sport á þessum degi sem amerísku fótboltinn hefur eignað sér í Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport mun sína þrjá leiki í beinni á fimmtudaginn. Fjörið byrjar á leik Detroit Lions og Houston Texans klukkan 17.25, þá er komið að leik Dallas Cowboys og Washington Football Team klukkan 21.25 og kvöldið endar svo á stórleik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Bandaríkjamenn halda Þakkargjörðardaginn hátíðlegan á fimmtudaginn og að venju er boðið til NFL-leikjaveislu. Í fyrsta sinn í ár verða Þakkargjörðarhátíðarleikirnir í beinni í íslensku sjónvarpi. NFL gaf út strangari sóttvarnarreglur í dag en þær munu taka í gildi þegar tólfta vika keppnistímabilsins hefst á fimmtudaginn. #Coronavirus: The NFL is ordering players to mask up on the sidelines when they are not in the game. https://t.co/oKjTRtUGAd— FOX 17 (@FOX17) November 24, 2020 Hér eftir mega leikmenn ekki vera grímulausir þegar þeir eru ekki með hjálminn á sér á hliðarlínunni. Allir þjálfarar liðanna hafa þurft að vera með grímur og hefur NFL deildin sektað þá þjálfara sem hafa brotið grímureglurnar um risaupphæðir. Nú eiga leikmenn líka í hættu á því að fá slíkar sektir setji þeir ekki upp andlitsgrímu um leið og þeir taka niður hjálminn á hliðarlínunni. Þjálfarar mega heldur ekki lengur vera með skildi framan á sér heldur þurfa þeir að vera með grímur. Það er líka meiri tímapressa á liðum að yfirgefa leikvöllinn eftir að leik líkur. The NFL has expanded its mandate for mask usage on the sideline and is threatening discipline for those who violate the league s updated COVID-19 protocols. by @robmaaddi https://t.co/HPdPNgwhiJ— AP NFL (@AP_NFL) November 24, 2020 Þetta verður líka sögulegur Þakkargjörðardagur í íslensku íþróttasjónvarpi. Í fyrsta sinn verða leikir í beinni á Stöð 2 Sport á þessum degi sem amerísku fótboltinn hefur eignað sér í Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport mun sína þrjá leiki í beinni á fimmtudaginn. Fjörið byrjar á leik Detroit Lions og Houston Texans klukkan 17.25, þá er komið að leik Dallas Cowboys og Washington Football Team klukkan 21.25 og kvöldið endar svo á stórleik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira