Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. nóvember 2020 16:51 Arnar Þór á hliðarlínunni með U21-árs landsliðinu. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan. KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan.
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira