EM U21 í fótbolta 2021

Þýskaland Evrópumeistari
Þýskaland varð í kvöld Evrópumeistari U-21 árs landsliða í knattspyrnu. Liði lagði Portúgal 1-0 í úrslitum.

Markvörður Dana um Svein Aron: „Ekki svo erfitt að lesa hann“
Sveinn Aron Guðjohnsen og markvörður danska U21 árs landsliðsins Oliver Christensen mættust á dögunum á EM U21 í Ungverjalandi en einnig eru þeir samherjar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB.

Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu
Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði.

„Fullkomin lausn“ fyrir Willum sem var samt svekktur
Willum Þór Willumsson varð að gera sér að góðu að standa utan hóps í gærkvöld, eftir að hafa ferðast frá EM í Ungverjalandi til móts við A-landsliðið vegna leiksins í Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta.

„Gáfum Frökkum góðan leik“
Róbert Orri Þorkelsson lék allan leikinn þegar íslenska U-21 árs landsliðið tapaði 0-2 fyrir Frökkum í lokaleik sínum á EM í dag.

„Stóðum okkur hrikalega vel í dag“
„Við stóðum okkur hrikalega vel í dag,“ sagði ánægður Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins í fótbolta eftir 2-0 töpum gegn Frökkum.

Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-2 | Frakkar of stór biti fyrir íslenska liðið í dag
Íslenska U-21 árs landsliðið tapaði 2-0 gegn Frakklandi í loka leik riðlakeppni Evrópumótsins í dag. Líkt og gegn Danmörku þá var íslenska liðið lítið með boltann og nýtti franska liðið færi sín leiðinlega vel í fyrri hálfleik.

Þrír miðverðir í byrjunarliðinu gegn Frökkum í dag
Davíð Snorri Jónasson hefur tilkynnt byrjunarlið U21-landsliðsins fyrir síðasta leik þess í Györ, í riðlakeppni EM í fótbolta.

EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki
Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi.

Þrír til að fylgjast með hjá Frökkum: Eftirsóttasti miðvörður Evrópu, lykilmaður Lille og markamaskínan hjá Celtic
Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Frakklandi í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi. Ísland er án sigurs eftir töp gegn Rússum og Dönum.

Framherjar frá Arsenal, Chelsea og PSV en aðeins eitt skot á mark í tveimur leikjum
Íslenska U-21 árs landsliðinu hefur ekki gengið sem best í riðlakeppni EM sem nú fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Enska landsliðinu hefur hins vegar gengið vægast sagt skelfilega. Tvö töp og ekkert mark skorað til þessa.

Rúmenía sat eftir með sárt ennið
Leikjum í A og B-riðli EM U21 árs landsliða í knattspyrnu er nú lokið. Segja má að Rúmenar sitji eftir með sárt ennið eftir markalaust jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Þá tryggðu Spánn og Ítalía sér sæti í 8-liða úrslitum.

„Fannst ég eiga skilið að byrja“
Andri Fannar Baldursson viðurkennir að hann hafi verið svekktur að byrja ekki inn á í leik Íslands og Danmerkur á EM U-21 árs liða á sunnudaginn.

„Megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika“
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að ekki megi gleyma því að Ísland eigi enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins.

Búinn á því eftir leikinn gegn Íslandi
Carlo Holse, leikmaður U21 árs landsliðs Dana, spilaði í 90 mínútur er Danir unnu 2-0 sigur á Íslandi í gær. Þetta var fyrsti leikur Holse í lengri tíma.

Vissum fyrir mót að þetta gæti gerst
Kolbeinn Þórðarson segir að strákarnir í U21-landsliðsinu ætli ekki að láta það á sig fá að hafa misst fjóra lykilleikmenn út fyrir leikinn við Frakkland á miðvikudaginn.

Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið
Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn.

„Allt of auðvelt“
Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag.

„Íslendingurinn kom sekúndubroti á undan mér“
Oliver Christensen, markvörður danska U21-árs landsliðsins, var ánægður með að hafa varið vítaspyrnuna frá Sveini Aroni Guðjohnsen er liðin mættust í Ungverjalandi í dag.

„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Davíð Snorri: Stoltur af liðinu
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana.

Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin
Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum.

Þrír til að fylgjast með hjá Dönum: Næstum því seldur til Aston Villa og „floppið“ hjá Kompany
Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Dönum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Íslenska liðið fékk gegn Rússum í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag á meðan Danir unnu 1-0 sigur á Frökkum.

Þjálfari Dana spenntur fyrir undrabarninu Faghir
Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð.

Segir að tilfinningin hafi verið svipuð og í stórtapinu fyrir Svíum
Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji íslenska U-21 árs landsliðsins, segir að tilfinningin í leiknum gegn Rússlandi á EM gær hafi verið svipuð í stórtapinu fyrir Svíþjóð í undankeppninni.

„Ekki að spila nóg til að vera valinn í A-landsliðið“
Sveinn Aron Guðjohnsen segir að hann sé ekki að spila nóg með félagsliði sínu til að gera tilkall til sætis í A-landsliðinu.

Segja leikstíl Ísaks Bergmanns svipa til Luka Modrić
Ísak Bergmann Jóhannesson hóf 4-1 tap íslenska U-21 árs landsliðsins gegn Rússlandi á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi en ef marka má sérfræðinga The Athletic myndu hæfileikar hans nýtast betur á miðri miðjunni.

Danir með óvæntan sigur á Frökkum
Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland óvænt 1-0 í riðli okkar Íslendinga á EM U-21 árs landsliða í knattspyrnu í kvöld. Portúgal vann sömuleiðis 1-0 sigur á Króatíu í D-riðli.

„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi.

Mikael segist ekki vera meiddur
Mikael Neville Anderson var meðal varamanna íslenska U21 árs landsliðinu sem tapaði 4-1 gegn Rússlandi á EM nú rétt í þessu. Fyrir leik var talað um að Mikael væri meiddur á nára en það ku ekki eiga við rök að styðjast.