Körfubolti

Ótrúlegar lokasekúndur þegar Martin og félagar unnu góðan sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Martin í leik með Valencia.
Martin í leik með Valencia. vísir/getty

Íslenski körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson var á sínum stað í liði Valencia þegar liðið mætti Maccabi Tel Aviv í Euro League í kvöld.

Martin spilaði rúmar 15 mínútur í leiknum, skoraði 3 stig auk þess að gefa 2 stoðsendingar.

Valencia byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum í leikhléi. Ísraelarnir voru hins vegar mun öflugri í þriðja leikhluta og leiddu með einu stigi þegar kom að loka leikhlutanum sem varð að lokum æsispennandi.

Eins og sjá má hér fyrir ofan unnu Martin og félagar að lokum á ótrúlegan hátt. Lokatölur 80-82.

Valencia er í 4.sæti Euro League með sex sigra og þrjú töp en Barcelona trónir á toppnum og í humátt á eftir koma Bayern Munchen og CSKA Moskva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×