Er þétting byggðar loftslagsmál? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2020 09:01 Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Loftslagsmál Skipulag Borgarstjórn Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag. Eitt af því er að horfa til framtíðar þegar skipulag borga og þéttbýlla svæða er ákveðið. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin, í gegnum meirihlutasamstarf, unnið markvisst við að skipuleggja Reykjavík til framtíðar í gegnum aðalskipulag borgarinnar og flétta inn í hana m.a. loftslagstefnu sem samþykkt var árið 2016. Þar er mikilvæg framtíðarsýn tekin og römmuð inn fyrir næstu áratugina með sjálfbærni að leiðarljósi. Þétting byggðar er einnig loftslagsmál. Þessi dægrin er verið að kynna viðauka við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 til 2040 og hvet ég borgarbúa til að kynna sér það. Reykjavík er höfuðborg okkar allra Höfuðborgir eins og Reykjavík, eru miðborgir mannlífs, fjölbreytileika, menningar og lista. Þar finnst framsækið atvinnulíf og nýsköpun, eru miðstöðvar fjárfestinga, hjarta stjórnsýslu, löggjafarvalds og dómsvalds ásamt því að vera svæði rannsókna og þekkingar innan háskólasamfélagsins samhliða að annast móttöku ferðamanna og innviðum tengdum ferðaþjónustu. Hlutverk höfuðborgarinnar er því fjölþætt en ásamt þessu öllu þarf að huga að þróun íbúa samsetningar og fjölgun íbúa. Á komandi árum mun landsmönnum fjölga en þróun íbúafjölda Reykjavíkur ræðst af mörgum þáttum eins og efnahagsþróun, húsnæðisframboði og atvinnumálum. Nýjustu útreikningar, er birtast í kynningardrögum fyrir aðalskipulag borgarinnar 2030 með framlengingu til 2040, gera ráð fyrir að íbúar Reykjavíkur verði orðnir 149 þúsund árið 2030. Til að borgin geti haldið áfram að dafna sem höfuðborg og vaxið með þarfir komandi kynslóða í huga þarf að gera ráð fyrir allt að 1000 íbúðum á ári en á sama tíma þurfum við, sem samfélag, að standa við skuldbindingar um kolefnislaust Ísland árið 2040. Þétting í borg - fyrir loftslagið Hvernig er hægt að kljást við loftslagsbreytingar, minnka kolefnisspor uppbyggingar en á sama tíma bjóða upp á þjónustu sem höfuðborg þarf að geta veitt? Svarið felst meðal annars í þéttingu byggðar, byggja og búa þéttar, nýta betur það land sem nú þegar er undir byggð, hugsa upp á nýtt hvernig núverandi húsnæði og aðrir innviðir eru notaðir. Með því að þétta byggð er landsvæðið sem er á jaðri byggðar borgarinnar haldið óröskuðu og hægt að halda náttúrunni og fjölbreytileika hennar ósnortinni. Þétting byggðar getur líka dregið úr kolefnisspori uppbyggingar. Greta Thurnberg fangaði athygli margra með mótmælum sínum fyrir loftslagið. Andi hennar svífur yfir mörgum neytendanum í hversdagsleikanum þegar hugað er kolefnissporinu, t.d. við kaup á nýrri vöru, endurnýtingu, vistvænum samgöngum eða matarsóun. Þessa sömu hugsun er verið að taka inn í uppbyggingu Reykjavíkurborgar í gegnum Græna planið og í viðauka við framlengingu Aðalskipulags borgarinnar til 2040. Þar er spurt hvort gæðin liggi alltaf í stærð og umfangi steypunnar? Viljum við halda áfram að auka fermetra íbúðarhúsnæðis á íbúa? Hvernig getum við nýtt húsnæði betur? Hvað viljum við mikið pláss fyrir bíla, bílastæði og umferðarmannvirki? Með því að nýta betur það húsnæði sem fyrir er, lengja í líftíma þess, byggja þéttar og notast við þá innviði sem búið er að fjárfesta í, er hægt að draga úr þörf fyrir nýjar byggingar og innviðum þeim tengdum og þar með minnka kolefnisfótspor uppbyggingar. Markmiðið er að gera Reykjavík að sjálfbærri og vistvænni borg. Þétting byggðar er loftslagsmál og er borgin að stíga mikilvægt skref að vistvænni framtíð með nýju aðalskipulagi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun