Segir fréttamann RÚV „lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2020 08:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er allt annað en ánægð með fréttaflutning RÚV um eftirfylgniskýrslu GRECO. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Segir ráðherra að fréttamaðurinn hafi kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir “ og látið í veðri vaka að í dómsmálaráðuneytinu væri „hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu.“ Þetta segir Áslaug Arna í grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún vísar þar í frétt Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV, „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“, þar sem dregin er upp ólík mynd af því hvernig forsætisráðuneytið annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar sögðu frá því hvernig brugðist hafi verið við tilmælunum frá GRECO. Ólík túlkun Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, hafði áður beint átján tilmælum til íslenskra stjórnvalda – níu sem féllu undir verksvið forsætisráðuneytisins og níu sem væru í verkahring dómsmálaráðuneytis. Samtökin birtu svo sérstaka eftirfylgniskýrslu síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu á mánudaginn var litið til þeirra tilmæla sem væri á könnu ráðuneytisins – fjögur tilmæli hafi verið innleidd, fjögur innleidd að hluta og ein ekki innleidd. Dómsmálaráðuneytið hafi hins vegar litið á heildina og kom fram í tilkynningu þeirra að „af 18 tilmælum GRECO [hafi] níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla. „Já einmitt, þetta er heildarfjöldinn, alveg sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur ekki uppfyllt ein einustu tilmæli. Báðar tilkynningarnar eru kórréttar. Gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir,“ sagði Sigrún í sinni fréttaskýringu. Endurskipulagning á lögreglunni Ráðherra segir Sigrúnu hins vegar ekki segja þar alla söguna. Segir Áslaug Arna í grein sinni að talsmaður GRECO hafi í yfirferð sinni farið lofsamlegum orðum um vinnu dómsmálaráðuneytisins og lagt áherslu á að ferlið tæki tíma. Tekið væri til greina að dómsmálaráðherra hafi nýverið hafið „mjög yfirgripsmikla“ endurskipulagningu á lögreglunni og öðrum embættum löggæslu – tillögur sem miði að því að tryggja að engin pólitísk afskipti séu lögð af löggæslu. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá,“ segir Áslaug Arna í greininni.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira