Leysanlegt kolefnisklúður Daði Már Kristófersson skrifar 19. nóvember 2020 11:45 10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni. Samkvæmt frétt blaðsins nemur þörf íslenskra stjórnvalda um 3 milljónum tonna af koltvísýringsjafngildi (CO2 equivalent). Miðað við núverandi verð losunarheimilda gæti þetta jafngilt um 17 milljarða króna útgjöldum. Blaðið telur fyrirsjáanlegt að losunarheimildirnar verði að kaupa af erlendum aðilum. Þessi staða er vandræðaleg fyrir stjórnvöld, sérstaklega í ljósi áherslu sumra stjórnarflokkanna á aðgerðir í loftslagsmálum. Tækifærin ekki nýtt Fjölmargar skýrslur hafa fjallað um möguleika Íslands til að draga úr losun, t.d. skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Ísland og loftslagsmál“ frá árinu 2017. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna umtalsverða möguleika hér á landi til að draga úr losun með lægri tilkostnaði en kaupum á kvótum erlendis. Samkvæmt skýrslunni hefðu ódýrari aðgerðir getað dregið úr losun um rúmlega 1,6 milljónir tonna. Aðgerðirnar voru hins vegar ekki virkjaðar með fyrrnefndum afleiðingum. Stjórnvöld þurfa að svara fyrir hvers vegna þetta var ekki gert. Notum hvatana sem sköpuðu vandan til að leysa hann Of seint er að grípa til aðgerða núna. Aðgerðir innanlands hefðu krafist þess að stjórnvöld hefðu brugðist við mun fyrr. Áhyggjuefni er að í nýlega kynntri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum virðist ekki gert ráð fyrir að setja upp nauðsynlega hvata til að virkja þessa möguleika. Loftslagsvandinn skapast vegna þess að þeim sem menga er leyft að velta kostnaðnum af því yfir á samfélagið. Verðlagning losunar veltir þessum kostnaði aftur yfir á þann sem mengar. Tækifæri Íslands til að draga úr losun felast einkum í bindingu. Greiðslur fyrir bindingu skapa hvata til bindingar. Augljós leið til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum er því að beita tvíhliða verðlagningu kolefnis. Sá sem mengar greiðir gjald en sá sem bindur fær greiddar tekjur. Þessir hvatar þurfa ekki að vera mjög umfangsmiklir. Sem dæmi mundu núverandi tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi á eldsneyti duga til að skapa hvata til bindingar mundi uppfylla helming skuldbindinga Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þegar leysanlegt vandamál er ekki leyst hlýtur að vakna sú spurning hvort stjórnvöldum á Íslandi sé alvara í að takast á við loftslagsvandann. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun