Fjórir af hverjum tíu Íslendingum segjast trúaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 07:08 Fyrr í haust var fjallað um könnunina í Kjarnanum. Þar kom fram að meirihluti væri hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, eða rúmlega 54 prósent svarenda. Vísir/Vilhelm Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu. Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Rúmlega fjórir af hverjum tíu Íslendingum telja sig trúaða ef marka má könnun sem Maskína gerði fyrir lífskoðunarfélagið Siðmennt í janúar á þessu ári og Fréttablaðið fjallar um á forsíðu sinni í dag. Í könnuninni kemur fram að lítill munur sé á á þeim sem segjast ekki vera trúaðir og vera trúaðir. Tuttugu prósent aðspurðra segjast síðan ekki getað sagt til um hvort þeir trúi. Kjarninn hefur greint frá hluta niðurstaðnanna og í blaðinu segir að þegar þær séu bornar saman við könnun frá árinu 2015 sjáist að trúuðum hefur fækkað og hinum trúlausu fjölgar. Þá er trúleysið útbreiddara meðal yngra fólks en samkvæmt könnuninni telur meira en helmingur fólks á aldrinum 18 til 39 ára sig ekki trúaðan. Fólk sem er aðeins með grunnskólamenntun er líklegast til að til að telja sig trúað, eða rúm 53 prósent. Tæp tuttugu prósent telja sig ekki trúuð. Meirihluti þeirra sem eru með framhaldsmenntun úr háskóla telur sig hins vegar ekki trúaðan eða tæp 48 prósent. 30 prósent segjast trúuð. Konur eru síðan líklegri til að telja sig trúaðar en karlar eða alls 45 prósent á móti 38 prósentum. 41 prósent karla telur sig ekki trúuð og 31 prósent kvenna. Trúuðum fækkar frá því sem var árið 2015, fer úr 46,6 prósentum í 41,6 prósent í ár, og þeim fjölgar sem telja sig ekki trúaða úr tæpum 30 prósentum í 36,1 prósent. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. janúar 2020 og svöruðu 954. Þátttakendur höfðu ekki vitneskju um á hvers vegum könnunin væri samkvæmt upplýsingum frá Maskínu.
Trúmál Þjóðkirkjan Skoðanakannanir Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira