Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan 04:10 í nótt vegna elds í rútu við við Köllunarklettsveg.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var rútan alelda þegar komið var á vettvang. Hún er gjörónýt en var sennilega ekki á númerum.
Enginn var í rútunni eða nágrenni við hana og varð því engum meint af í brunanum.
Að því er segir í dagbók lögreglu er ekki vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn.
Uppfært klukkan 08:04: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að rútan hefði verið við svæði Vöku við Köllunarklettveg og Héðinsgötu.
Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vöku, segir í samtali við Vísi að þetta sé ekki rétt. Rútan hafi ekki verið í vörslu Vöku og því ekki á svæði fyrirtækisins heldur við Köllunarklettsveg 3-5 sem er nær Sundagörðum.
Góðan dag. Síðasti sólahringur hjá okkur hefur verið þokkalegur. 62 boðanir á sjúkrabíla, þar af 17 forgangsverkefni og...
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Sunday, November 15, 2020