Sara Rún aðeins sú þriðja sem skorar þrjátíu stig í leik fyrir A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:00 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020) Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira