Snjöll samskipti Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:00 Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar