Jólaverslun á netinu ríflega tvöfaldast á þremur árum Tryggvi Snær Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2020 08:00 Ætla má að netverslun gegni stóru hlutverki í jólainnkaupum þetta árið, bæði vegna sóttvarnaraðgerða og fælni við fjölmennar samkomur. Ódýrari jólagjafir í nóvember Íslenskir karlmenn halda því oft fram að þeir vinni best undir pressu og svo virðist sem kynbræður þeirra úti í heimi séu sama sinnis. Í Bandaríkjunum bíður um fjórðungur karla með jólagjafirnar fram á síðasta dag. Konur eru hins vegar frekar fyrr á ferðinni en fara á móti fleiri verslunarferðir og versla að jafnaði fleiri gjafir. Karlar meta á hinn bóginn árangur ferðarinnar fremur á því hversu mörgum pökkum þeir skila í hús og vilja heldur ljúka þeim öllum af í einni ferð. Dagarnir „Singles day“ (11. nóvember) og „Black Friday“ (fjórði föstudagur nóvembermánaðar) eru tveir af stærri útsöludögum ársins víða erlendis. Þeir hafa ekki alltaf verið hluti af íslenskri verslunarmenningu en hafa sótt í sig veðrið á síðustu árum. Þó svo munur á verðlagi nóvember og desembermánaðar nái lengra aftur en tilkoma þessara miklu útsöluhátíða geta afslættir sem þeim tengjast verið umtalsverðir og hafa að líkindum nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs. Lítum aðeins betur á þennan mun á verðlagi í tveimur síðustu mánuðum ársins. Vísitala neysluverðs hækkar að jafnaði meira í desembermánuði og mögulega gæti því verið hægt að spara einhverja aura með því að vera fyrr á ferðinni. Þar sem konur versla jólagjafir að meðaltali nokkuð fyrr en karlar mætti að sama skapi spyrja sig hvort þær geri með því betri kaup. Alltént getur verið gott að vita af því að verðlag á það til að taka eins og eitt skref upp á við í jólamánuðinum. Netverslun á fljúgandi siglingu Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun kórónuveirufaraldursins bendir margt til þess að jólagjafaverslun verði með öðru sniði þetta árið og hluti netverslunar gæti aukist umtalsvert. Fyrirtæki landsins hafa brugðist við sóttvarnaraðgerðum og samkomutakmörkunum með því að auka við þjónustustig á vefnum og betrumbæta netverslun. Slík verslun hefur verið í umtalsverðum vexti á síðustu árum en taka verður tillit til þess að við Íslendingar vorum nokkuð seinir að tileinka okkur þann verslunarmáta. Netverslun hefur aukist jafnt og þétt á milli ársfjórðunga og hefur síðasti fjórðungur ársins alltaf verið stærstur. Rannsókn á vegum Gallup sýnir að um 11% Íslendinga versluðu í það minnsta eina jólagjöf á netinu árið 2007 en 10 árum seinna nam hlutfallið 43% og þar af 18% sem versluðu allar sínar jólagjafir á netinu. Frá því árinu 2017 hefur netverslun Íslendinga ríflega tvöfaldast og aukið hlutdeild sína af heildarveltu verslunar um tæplega 85%. Miðað við þá þróun og núverandi ástand mætti ætla að hlutfall þeirra sem versla jólagjafir á netinu geti stóraukist þetta árið. Íslensk netverslun samkeppnishæfari en áður Á umræddum markaði netverslana ríkir mikil samkeppni og ekki einungis á meðal íslenskra fyrirtækja. Sífellt fleiri erlendar verslanir bjóða nú vörusendingar til Íslands án þess að setja upp verslun hér á landi með tilheyrandi kostnaði. Samkeppnin er að stórum hluta fólgin í verðlagi þar sem oft er hægt að nálgast sömu eða sambærilegar vörur hér á landi og úti. Spurningin er hvort erlendar eða íslenskar netverslanir séu með yfirhöndina í dag? Krónan hefur gefið talsvert eftir það sem af er ári og leiða má að því líkur að sé nokkuð minni stemming fyrir erlendum netverslunum í dag en á móti hefur veikingu krónunnar fylgt allnokkur verðbólga sem er þó misjöfn á milli vöruflokka. Vörur seldar í evrum eru tæplega 20% dýrari í krónum talið, í dollurum 13% dýrari og í pundum um 12% dýrari en þær voru í upphafi árs. Vörur í innlendum verslunum hafa ekki hækkað jafn mikið í verði og því sem nemur veikingu krónunnar í flestum tilvikum ef mögulega eru frátalin raftæki sem versluð eru í pundum. Því virðist sem innlend netverslun sé í það minnsta samkeppnishæfari við erlenda en hún var í upphafi ársins. Netverslanir komnar til að vera COVID hefur breytt aðstæðum markaðarins og þvingað verslanir til fjárfestinga í netverslun sem þær munu koma til með að búa að næstu árin. Með því að vera nógu snemma í því í ár mætti mögulega spara eilítið en þó mun ég ekki reyna verðmeta þá ánægju sem fylgir því að rölta niður Laugarveginn á Þorláksmessu að kaupa síðustu jólagjafirnar. Allur er varinn góður Nú þegar meira er farið að bera á svikum tengdum netnotkun og þar með vefverslun má loks benda á að allur er varinn góður. Með aukinni netverslun aukast líkurnar á því að óprúttnir aðilar freisti þess að brjóta á okkur með hinum ýmsu leiðum. Það er því góð regla að fara varlega við viðskipti á vefnum og forðast eins og kostur er að gefa upp kortanúmer nema eftir traustum og viðurkenndum leiðum. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Jól Tryggvi Snær Guðmundsson Verðlag Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ætla má að netverslun gegni stóru hlutverki í jólainnkaupum þetta árið, bæði vegna sóttvarnaraðgerða og fælni við fjölmennar samkomur. Ódýrari jólagjafir í nóvember Íslenskir karlmenn halda því oft fram að þeir vinni best undir pressu og svo virðist sem kynbræður þeirra úti í heimi séu sama sinnis. Í Bandaríkjunum bíður um fjórðungur karla með jólagjafirnar fram á síðasta dag. Konur eru hins vegar frekar fyrr á ferðinni en fara á móti fleiri verslunarferðir og versla að jafnaði fleiri gjafir. Karlar meta á hinn bóginn árangur ferðarinnar fremur á því hversu mörgum pökkum þeir skila í hús og vilja heldur ljúka þeim öllum af í einni ferð. Dagarnir „Singles day“ (11. nóvember) og „Black Friday“ (fjórði föstudagur nóvembermánaðar) eru tveir af stærri útsöludögum ársins víða erlendis. Þeir hafa ekki alltaf verið hluti af íslenskri verslunarmenningu en hafa sótt í sig veðrið á síðustu árum. Þó svo munur á verðlagi nóvember og desembermánaðar nái lengra aftur en tilkoma þessara miklu útsöluhátíða geta afslættir sem þeim tengjast verið umtalsverðir og hafa að líkindum nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs. Lítum aðeins betur á þennan mun á verðlagi í tveimur síðustu mánuðum ársins. Vísitala neysluverðs hækkar að jafnaði meira í desembermánuði og mögulega gæti því verið hægt að spara einhverja aura með því að vera fyrr á ferðinni. Þar sem konur versla jólagjafir að meðaltali nokkuð fyrr en karlar mætti að sama skapi spyrja sig hvort þær geri með því betri kaup. Alltént getur verið gott að vita af því að verðlag á það til að taka eins og eitt skref upp á við í jólamánuðinum. Netverslun á fljúgandi siglingu Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun kórónuveirufaraldursins bendir margt til þess að jólagjafaverslun verði með öðru sniði þetta árið og hluti netverslunar gæti aukist umtalsvert. Fyrirtæki landsins hafa brugðist við sóttvarnaraðgerðum og samkomutakmörkunum með því að auka við þjónustustig á vefnum og betrumbæta netverslun. Slík verslun hefur verið í umtalsverðum vexti á síðustu árum en taka verður tillit til þess að við Íslendingar vorum nokkuð seinir að tileinka okkur þann verslunarmáta. Netverslun hefur aukist jafnt og þétt á milli ársfjórðunga og hefur síðasti fjórðungur ársins alltaf verið stærstur. Rannsókn á vegum Gallup sýnir að um 11% Íslendinga versluðu í það minnsta eina jólagjöf á netinu árið 2007 en 10 árum seinna nam hlutfallið 43% og þar af 18% sem versluðu allar sínar jólagjafir á netinu. Frá því árinu 2017 hefur netverslun Íslendinga ríflega tvöfaldast og aukið hlutdeild sína af heildarveltu verslunar um tæplega 85%. Miðað við þá þróun og núverandi ástand mætti ætla að hlutfall þeirra sem versla jólagjafir á netinu geti stóraukist þetta árið. Íslensk netverslun samkeppnishæfari en áður Á umræddum markaði netverslana ríkir mikil samkeppni og ekki einungis á meðal íslenskra fyrirtækja. Sífellt fleiri erlendar verslanir bjóða nú vörusendingar til Íslands án þess að setja upp verslun hér á landi með tilheyrandi kostnaði. Samkeppnin er að stórum hluta fólgin í verðlagi þar sem oft er hægt að nálgast sömu eða sambærilegar vörur hér á landi og úti. Spurningin er hvort erlendar eða íslenskar netverslanir séu með yfirhöndina í dag? Krónan hefur gefið talsvert eftir það sem af er ári og leiða má að því líkur að sé nokkuð minni stemming fyrir erlendum netverslunum í dag en á móti hefur veikingu krónunnar fylgt allnokkur verðbólga sem er þó misjöfn á milli vöruflokka. Vörur seldar í evrum eru tæplega 20% dýrari í krónum talið, í dollurum 13% dýrari og í pundum um 12% dýrari en þær voru í upphafi árs. Vörur í innlendum verslunum hafa ekki hækkað jafn mikið í verði og því sem nemur veikingu krónunnar í flestum tilvikum ef mögulega eru frátalin raftæki sem versluð eru í pundum. Því virðist sem innlend netverslun sé í það minnsta samkeppnishæfari við erlenda en hún var í upphafi ársins. Netverslanir komnar til að vera COVID hefur breytt aðstæðum markaðarins og þvingað verslanir til fjárfestinga í netverslun sem þær munu koma til með að búa að næstu árin. Með því að vera nógu snemma í því í ár mætti mögulega spara eilítið en þó mun ég ekki reyna verðmeta þá ánægju sem fylgir því að rölta niður Laugarveginn á Þorláksmessu að kaupa síðustu jólagjafirnar. Allur er varinn góður Nú þegar meira er farið að bera á svikum tengdum netnotkun og þar með vefverslun má loks benda á að allur er varinn góður. Með aukinni netverslun aukast líkurnar á því að óprúttnir aðilar freisti þess að brjóta á okkur með hinum ýmsu leiðum. Það er því góð regla að fara varlega við viðskipti á vefnum og forðast eins og kostur er að gefa upp kortanúmer nema eftir traustum og viðurkenndum leiðum. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun