Vísuðu dönskum öfgamönnum sem ætluðu að brenna Kóraninn úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 22:04 Danirnir ætluðu að brenna Kóraninn í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Stór hluti íbúar þar er af marokkóskum ættum. Vísir/EPA Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fimmmenningarnir séu samverkamenn danska hægriöfgaleiðtogans Rasmusar Paludan. Hann er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn í Danmörku, stundum vöfðum inn í beikon. Paludan var sjálfum vísað frá Frakklandi þar sem hann ætlaði að brenna Kóran í París í gær. Mennirnir fimm eru taldir hafa ætlað að brenna helgiritið í Molenbeek-Saint-Jean, hverfi þar sem stór hluti íbúa er af marokkóskum ættum. Belgískir lögregluþjónar stöðvuðu för þeirra og vísuðu svo máli þeirra til saksóknara. Sammy Mahdi, aðstoðarutanríkisráðherra, segir að mennirnir hafi verið beðnir um að yfirgefa land strax og þeir hafi orðið við því. Þeim var vísað tafarlaust úr landi vegna þess að þeir voru taldir ógna allsherjarreglu í Belgíu. „Í okkar samfélagi, sem er þegar mjög pólitískt skautað, þurfum við ekki á því að halda að fólk komi og ali á hatri,“ sagði Mahdi sem sjálfur er sonur írasks flóttamanns. Ólga hefur ríkt í nokkrum Evrópulöndum eftir hrinu hryðjuverka í Frakklandi og Austurríki síðasta mánuðinn. Paludan er þekktur kynþáttahatari í Danmörku og sat meðal annars í fangelsi í mánuð fyrr á þessu ári fyrir að birta hatursáróður gegn múslimum á samfélagsmiðlasíðum öfgasamtaka sinna. Til óeirða kom þegar aðdáendur Paludan brenndu Kóran í Malmö í Svíþjóð í ágúst. Belgía Trúmál Danmörk Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fimmmenningarnir séu samverkamenn danska hægriöfgaleiðtogans Rasmusar Paludan. Hann er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn í Danmörku, stundum vöfðum inn í beikon. Paludan var sjálfum vísað frá Frakklandi þar sem hann ætlaði að brenna Kóran í París í gær. Mennirnir fimm eru taldir hafa ætlað að brenna helgiritið í Molenbeek-Saint-Jean, hverfi þar sem stór hluti íbúa er af marokkóskum ættum. Belgískir lögregluþjónar stöðvuðu för þeirra og vísuðu svo máli þeirra til saksóknara. Sammy Mahdi, aðstoðarutanríkisráðherra, segir að mennirnir hafi verið beðnir um að yfirgefa land strax og þeir hafi orðið við því. Þeim var vísað tafarlaust úr landi vegna þess að þeir voru taldir ógna allsherjarreglu í Belgíu. „Í okkar samfélagi, sem er þegar mjög pólitískt skautað, þurfum við ekki á því að halda að fólk komi og ali á hatri,“ sagði Mahdi sem sjálfur er sonur írasks flóttamanns. Ólga hefur ríkt í nokkrum Evrópulöndum eftir hrinu hryðjuverka í Frakklandi og Austurríki síðasta mánuðinn. Paludan er þekktur kynþáttahatari í Danmörku og sat meðal annars í fangelsi í mánuð fyrr á þessu ári fyrir að birta hatursáróður gegn múslimum á samfélagsmiðlasíðum öfgasamtaka sinna. Til óeirða kom þegar aðdáendur Paludan brenndu Kóran í Malmö í Svíþjóð í ágúst.
Belgía Trúmál Danmörk Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira