Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 18:41 Logi Einarsson, Samfylkingarinnar, óttast að Sjálfstæðismenn muni nýta krepputíma og hefja umfangsmikla sölu á ríkiseignum. Vísir/anton Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira