„Já, er það út af Covid?“ Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:30 Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun