„Já, er það út af Covid?“ Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:30 Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun