Innlent

26 innanlandssmit í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Landakoti í október eftir að Landspítali var færður upp á neyðarstig vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti.
Myndin er tekin á Landakoti í október eftir að Landspítali var færður upp á neyðarstig vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 73% þeirra sem greindust, alls nítján einstaklingar, voru í sóttkví við greiningu. Sjö voru utan sóttkvíar.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Sautján manns greindust í einkennasýnatöku hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu og níu manns greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. Alls eru 542 í einangrun og 956 í sóttkví.

Þá greindist einn með virkt smit á landamærunum og beðið er mótefnamælingar í tveimur tilfellum.

68 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu.

Nýgengi innanlandssmita, það er fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa, er 112,6. Nýgengi landamærasmita er 10,4.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×