Katrín Jak og Bjarni Ben - hér er tillaga Óli Valur Steindórsson og Sigmar Vilhjálmsson skrifa 11. nóvember 2020 11:00 Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun