Opið bréf til forsætisráðherra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. nóvember 2020 14:30 Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar