Guðlaugur Þór fundaði með Pompeo Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:52 Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands á fundi í Hörpu í fyrra. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fjarfundi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að viðskipta- og efnahagsmál hafi verið aðalumræðuefni fundarins. Guðlaugur hafi meðal annars lýst yfir ánægju með formlegt efnahagssamráð ríkjanna sem sett var á laggirnar eftir fund ráðherranna í fyrra. Reglubundið efnahagssamráð hafi verið fest í sessi og Íslandsfrumvarpið væri nú í umfjöllun Bandaríkjaþings. Fundurinn í dag hafi staðfest „enn frekar góð tengsl ríkjanna“. Guðlaugur og Pompeo hittust fyrst í Washington í janúar 2019 og svo aftur í Reykjavík rúmum mánuði síðar. Á þeim fundi var ákveðið að setja efnahagssamráð ríkjanna á fót og var fyrsti fundur þess haldinn í Reykjavík snemmsumars 2019. Í síðustu viku fór svo efnahagssamráðið fram í annað sinn og var á þeim fundi undirritað sameiginlegt minnisblað um áframhaldandi samvinnu á ýmsum sviðum á þessum vettvangi. Þessu til viðbótar hefur Bandaríkjaþing nú til umfjöllunar frumvarp um sérstakar vegabréfsáritanir fyrir íslenskt viðskiptafólk, svonefndar E1 og E2-áritanir. Ákvörðun um að þingið fjallaði um málið, Íslandsfrumvarpið sem svo hefur verið kallað, lá fyrir í lok síðasta árs. Guðlaugur segir í samtali við Ríkisútvarpið að staðan á forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafi lítið verið rædd á fundinum. Efnahagsmál Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fjarfundi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að viðskipta- og efnahagsmál hafi verið aðalumræðuefni fundarins. Guðlaugur hafi meðal annars lýst yfir ánægju með formlegt efnahagssamráð ríkjanna sem sett var á laggirnar eftir fund ráðherranna í fyrra. Reglubundið efnahagssamráð hafi verið fest í sessi og Íslandsfrumvarpið væri nú í umfjöllun Bandaríkjaþings. Fundurinn í dag hafi staðfest „enn frekar góð tengsl ríkjanna“. Guðlaugur og Pompeo hittust fyrst í Washington í janúar 2019 og svo aftur í Reykjavík rúmum mánuði síðar. Á þeim fundi var ákveðið að setja efnahagssamráð ríkjanna á fót og var fyrsti fundur þess haldinn í Reykjavík snemmsumars 2019. Í síðustu viku fór svo efnahagssamráðið fram í annað sinn og var á þeim fundi undirritað sameiginlegt minnisblað um áframhaldandi samvinnu á ýmsum sviðum á þessum vettvangi. Þessu til viðbótar hefur Bandaríkjaþing nú til umfjöllunar frumvarp um sérstakar vegabréfsáritanir fyrir íslenskt viðskiptafólk, svonefndar E1 og E2-áritanir. Ákvörðun um að þingið fjallaði um málið, Íslandsfrumvarpið sem svo hefur verið kallað, lá fyrir í lok síðasta árs. Guðlaugur segir í samtali við Ríkisútvarpið að staðan á forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafi lítið verið rædd á fundinum.
Efnahagsmál Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira