Forseti Kósovó ákærður fyrir stríðsglæpi og segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:50 Hashim Thaci hefur gegnt embætti forseta Kósovó frá árinu 2016. Getty Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag. Það var Thaci sjálfur sem greindi frá ákærunni. AP segir frá því að dómstóllinn sjálfur hafi enn ekki gefið neitt upp um ákæru á hendur forsetanum, en vitað er að sérstakur saksóknari skilaði inn sínum tillögum í júní eftir rannsókn á mögulegum stríðsglæpum í stríði frelsishers Kósovóa og Serba á árunum 1998 til 1999. Thaci hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar, en saksóknari hefur sakað Thaci um að hafa borið ábyrgð á nærri hundrað morðum. Þá sé hann grunaður um pyndingar og fleira. Landsmenn haldi ró sinni Tilkynning forsetans kemur fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af því að Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, hafi verið handtekinn og fluttur til Haag vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Thaci sagði í dag að hann segði af sér til að tryggja að hann yrði ekki í dreginn fyrir dómstól á sama tíma og hann gegndi embætti forseta. Þannig yrði heilindi kósovíska ríkisins tryggð. Hann hvatti þegna sína jafnframt til að halda ró sinni. Þingforsetinn Vjosa Osmani mun nú gegna skyldum forseta þar til nýr verður kjörinn. Kósovó Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag. Það var Thaci sjálfur sem greindi frá ákærunni. AP segir frá því að dómstóllinn sjálfur hafi enn ekki gefið neitt upp um ákæru á hendur forsetanum, en vitað er að sérstakur saksóknari skilaði inn sínum tillögum í júní eftir rannsókn á mögulegum stríðsglæpum í stríði frelsishers Kósovóa og Serba á árunum 1998 til 1999. Thaci hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar, en saksóknari hefur sakað Thaci um að hafa borið ábyrgð á nærri hundrað morðum. Þá sé hann grunaður um pyndingar og fleira. Landsmenn haldi ró sinni Tilkynning forsetans kemur fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af því að Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, hafi verið handtekinn og fluttur til Haag vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Thaci sagði í dag að hann segði af sér til að tryggja að hann yrði ekki í dreginn fyrir dómstól á sama tíma og hann gegndi embætti forseta. Þannig yrði heilindi kósovíska ríkisins tryggð. Hann hvatti þegna sína jafnframt til að halda ró sinni. Þingforsetinn Vjosa Osmani mun nú gegna skyldum forseta þar til nýr verður kjörinn.
Kósovó Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30