Forseti Kósovó ákærður fyrir stríðsglæpi og segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:50 Hashim Thaci hefur gegnt embætti forseta Kósovó frá árinu 2016. Getty Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag. Það var Thaci sjálfur sem greindi frá ákærunni. AP segir frá því að dómstóllinn sjálfur hafi enn ekki gefið neitt upp um ákæru á hendur forsetanum, en vitað er að sérstakur saksóknari skilaði inn sínum tillögum í júní eftir rannsókn á mögulegum stríðsglæpum í stríði frelsishers Kósovóa og Serba á árunum 1998 til 1999. Thaci hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar, en saksóknari hefur sakað Thaci um að hafa borið ábyrgð á nærri hundrað morðum. Þá sé hann grunaður um pyndingar og fleira. Landsmenn haldi ró sinni Tilkynning forsetans kemur fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af því að Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, hafi verið handtekinn og fluttur til Haag vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Thaci sagði í dag að hann segði af sér til að tryggja að hann yrði ekki í dreginn fyrir dómstól á sama tíma og hann gegndi embætti forseta. Þannig yrði heilindi kósovíska ríkisins tryggð. Hann hvatti þegna sína jafnframt til að halda ró sinni. Þingforsetinn Vjosa Osmani mun nú gegna skyldum forseta þar til nýr verður kjörinn. Kósovó Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag. Það var Thaci sjálfur sem greindi frá ákærunni. AP segir frá því að dómstóllinn sjálfur hafi enn ekki gefið neitt upp um ákæru á hendur forsetanum, en vitað er að sérstakur saksóknari skilaði inn sínum tillögum í júní eftir rannsókn á mögulegum stríðsglæpum í stríði frelsishers Kósovóa og Serba á árunum 1998 til 1999. Thaci hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar, en saksóknari hefur sakað Thaci um að hafa borið ábyrgð á nærri hundrað morðum. Þá sé hann grunaður um pyndingar og fleira. Landsmenn haldi ró sinni Tilkynning forsetans kemur fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af því að Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, hafi verið handtekinn og fluttur til Haag vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Thaci sagði í dag að hann segði af sér til að tryggja að hann yrði ekki í dreginn fyrir dómstól á sama tíma og hann gegndi embætti forseta. Þannig yrði heilindi kósovíska ríkisins tryggð. Hann hvatti þegna sína jafnframt til að halda ró sinni. Þingforsetinn Vjosa Osmani mun nú gegna skyldum forseta þar til nýr verður kjörinn.
Kósovó Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30