Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 12:15 Skera þarf niður á sjöunda hundrað fjár að Stóru-Ökrum í dag. Vísir/Tryggvi Páll Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum. Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum.
Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50
Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23