Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 13:33 Þórunn Sveinbjörnsdóttir brá undir sig betri fætinum í ræðu sinni á fundi Almannavarna fyrr í dag, dró upp úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og sagði að gott væri að eiga þetta í ísskápnum. visir/arnar Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg. Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg.
Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04