Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 19:09 Guðmundur efast um að HM í Egyptalandi fari fram í janúar. Jan Christensen/FrontzoneSport/Getty Images) Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira