Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:20 Birkir Hrannar, Gunnar, Kristrún og Kristín Svanborg þreyttu próf á fyrsta degi í breyttu skólahaldi. Gríman þvældist ekkert fyrir þeim. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira