Geðheilbrigði Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2020 09:00 Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum. Daglegu lífi okkar allra hefur verið umturnað. Vissulega hefur ástandið mismunandi áhrif á okkur þar sem sóttvarnaraðgerðir snerta okkur mis mikið. Það fagfólk á sviði geðheilbrigðismála sem ég hef talað við hefur áhyggjur af afleiðingum faraldursins sem nú geisar hvað varðar geðheilbrigði. Fagfólk talar um að ástandið fari versnandi eftir því sem faraldurinn dregst á langinn. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hver sé raunveruleg staða í geðheilbrigðismálum til þess að hægt sé að bregðast við sem fyrst ef talin er vera þörf á því. Tillaga um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála Í borgarstjórn í dag mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja tillögu um að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs verði falin gerð úttektar annars vegar og aðgerðaáætlunar hins vegar enda eru það þau svið Reykjavíkurborgar sem málið snertir helst. Vinnan verði jafnframt unnin í samstarfi við fagaðila á sviði geðheilbrigðismála ásamt fulltrúum frá samtökum sem sinna geðheilbrigðismálum. Lagt er til að vinnu við greiningu og aðgerðaáætlun ljúki eigi síðar en í árslok 2020 og niðurstöðunni verði skilað til borgarráðs. Aðgerðaáætlun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2021. Aldrei mikilvægara að huga að geðheilbrigði Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægar en núna að huga að geðheilbrigðismálum. Þeir hópar sem hafa orðið fyrir hvað mestum breytingum vegna sóttvarnaraðgerða þarf að skoða sérstaklega. Unglingarnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu kórónuveirunnar og því miður hefur orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi. Það er eflaust ekki auðvelt að vera ung manneskja og alast upp á tímum kórónuveirunnar þar sem öll félagsleg samskipti eru allt önnur en við eigum að venjast. Unglingar hafa sjálfir verið duglegir að kalla eftir breytingum og aukinni fræðslu um geðheilbrigði. Því miður þá hefur ekki verið orðið við þeim óskum. Reykjavíkurborg verður leiðandi Það er þekkt að þegar að stormurinn geisar að þá hörkum við hann oft af okkur og síðan koma afleiðingarnar í ljós. Það er því mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum núna og beina athygli okkar að forvörnum og heilsueflingu í ríkara mæli. Reykjavíkurborg á þar að taka forystu með því að marka sér skýra stefnumótun og huga ávalt að því að allir íbúar sveitarfélagsins setji geðheilsuna í forgang. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum sem þarf að vinna núna á tímum kórónuveirufaraldursins, hlúum mun betur að geðheilbrigðismálum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum. Daglegu lífi okkar allra hefur verið umturnað. Vissulega hefur ástandið mismunandi áhrif á okkur þar sem sóttvarnaraðgerðir snerta okkur mis mikið. Það fagfólk á sviði geðheilbrigðismála sem ég hef talað við hefur áhyggjur af afleiðingum faraldursins sem nú geisar hvað varðar geðheilbrigði. Fagfólk talar um að ástandið fari versnandi eftir því sem faraldurinn dregst á langinn. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hver sé raunveruleg staða í geðheilbrigðismálum til þess að hægt sé að bregðast við sem fyrst ef talin er vera þörf á því. Tillaga um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála Í borgarstjórn í dag mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja tillögu um að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs verði falin gerð úttektar annars vegar og aðgerðaáætlunar hins vegar enda eru það þau svið Reykjavíkurborgar sem málið snertir helst. Vinnan verði jafnframt unnin í samstarfi við fagaðila á sviði geðheilbrigðismála ásamt fulltrúum frá samtökum sem sinna geðheilbrigðismálum. Lagt er til að vinnu við greiningu og aðgerðaáætlun ljúki eigi síðar en í árslok 2020 og niðurstöðunni verði skilað til borgarráðs. Aðgerðaáætlun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2021. Aldrei mikilvægara að huga að geðheilbrigði Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægar en núna að huga að geðheilbrigðismálum. Þeir hópar sem hafa orðið fyrir hvað mestum breytingum vegna sóttvarnaraðgerða þarf að skoða sérstaklega. Unglingarnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu kórónuveirunnar og því miður hefur orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi. Það er eflaust ekki auðvelt að vera ung manneskja og alast upp á tímum kórónuveirunnar þar sem öll félagsleg samskipti eru allt önnur en við eigum að venjast. Unglingar hafa sjálfir verið duglegir að kalla eftir breytingum og aukinni fræðslu um geðheilbrigði. Því miður þá hefur ekki verið orðið við þeim óskum. Reykjavíkurborg verður leiðandi Það er þekkt að þegar að stormurinn geisar að þá hörkum við hann oft af okkur og síðan koma afleiðingarnar í ljós. Það er því mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum núna og beina athygli okkar að forvörnum og heilsueflingu í ríkara mæli. Reykjavíkurborg á þar að taka forystu með því að marka sér skýra stefnumótun og huga ávalt að því að allir íbúar sveitarfélagsins setji geðheilsuna í forgang. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum sem þarf að vinna núna á tímum kórónuveirufaraldursins, hlúum mun betur að geðheilbrigðismálum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar