Stjörnulífið þessa helgina litaðist verulega af hertum takmörkunum sem tóku gildi á landinu á miðnætti á föstudag. Fólk var heilt yfir lítið á faraldsfæti þótt einhverjir hafi skellt sér á rjúpu og aðrir í sumarbústað.
Fólk fann sér ýmislegt annað til dundurs, fór til dæmis í gönguferðir eða eldaði góðan mat.
Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir birti mynd af sér og eiginmanninum Gísla Erni Garðarssyni með Sean Connery sem féll frá um helgina.
Söngkonan Hera Björk eldaði gómsætan risarækjurétt fyrir ástina sína um helgina. Kollegi hennar, Heiða Ólafs, fór í göngu með ástinni sinni við Reynisvatn.
Söngvarinn Frikki Dór skellti sér út að hlaupa í gær. Fimm kílómetrar voru það en hann ætlar greinilega að nýta nóvember í hreyfingu eins og fleiri. Má þar nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem hljóp tíu kílómetra í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Ragga Sveins, fyrrverandi eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen, naut sólarinnar í Madrid um helgina. Sötraði góða drykki og slakaði á á Four Seasons hótelinu.
Söngkonan Þórunn Antonía greip áskorun leikkonunnar Nicole Kidman á lofti og söng brot úr laginu Dream a little Dream of me og birti á Instagram. Fróðlegt verður að sjá hvort Kidman bregðist við flutningi Þórunnar Antoníu.
Systurnar Anna Lilja Johansen og Gyða Dan Johansen sötruðu hvítvín og nörtuðu í osta í gærkvöldi.
Söngkonan Selma Björns er komin í meiriháttar jólagír og bakaði piparkökur með dóttur sinni um helgina með jólalögin í botni.
Hrekkjavökumamman Camilla Rut.
Friðrik Ómar gaf út nýtt lag sem ber heitið Fjarlægð.
Steindi og Sigrún Sig héldu upp á Hrekkjavökuna með börnunum.
Gunnar Nelson, systir hans og fjölskyldan öll hélt einnig upp á Hrekkjavökuna með stæl.
Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er mættur frá Napolí til Íslands og skellti sér í göngu um miðbæinn.
Hrekkjavakan haldin hátíðleg hjá tónlistarkonunni Þórunni Antoníu.
Eva Ruza fór alla leið í hrekkjavökubúninginum í ár.
Superman þema hjá Róberti Wessmann og Ksenia Shakhmanovu í ár.
Sunneva Einars hélt upp á hrekkjavökuna með stæl.
Hafþór Júlíus Björnsson birti þessa mynd í tilefni af hrekkjavökunni.
Og það gerði Sara Sigmundsdóttir crossfit stjarna líka.
Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu birti fallega mynd af sér og eiginkonu sinni Elenu Bach en þau gengu í það heilaga á dögunum.
Svali nýtur lífsins á Tene.
Aron Már Ólafsson var í vandræðum með förðunina á hrekkjavökunni.