Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 20:53 Gunter birti þessa mynd á Twitter í dag og sendir kveðju á Bandaríkjaforseta. TWitter Bandaríska sendiráðsins Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15