Leggja niður rannsókn á foreldrum barnanna í Ystad Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 10:22 Ystad er að finna á suðurströnd Svíþjóðar. Fjölskyldan bjó rétt fyrir utan bæinn. Getty Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar. Svíþjóð Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar.
Svíþjóð Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira