Vörpum ekki ávinningnum fyrir róða Andrés Magnússon skrifar 29. október 2020 09:31 Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun