Vörpum ekki ávinningnum fyrir róða Andrés Magnússon skrifar 29. október 2020 09:31 Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun