Ofurparið Gwen Stefani og Blake Shelton eru trúlofuð en söngkonan greindi frá þessu í færslu á Instagram.
Parið kynntist þegar þau störfuðu saman sem dómarar í raunveruleikaþáttunum The Voice og gera það enn í dag.
Gwen Stefani sló fyrst í gegn með sveitinni No Doubt þegar platan Tragic Kingdom kom út árið 1995. Hún var gift tónlistarmanninum Gavin Rossdale á árunum 2002-2016 og eiga þau saman þrjú börn.
Blake Shelton er einn allra vinsælasti kántrí söngvarinn í Bandaríkjunum en hann hefur verið giftu í tvígang og stefnir á þriðja hjónabandið. Shelton er 44 ára og Gwen Stefani er 51 árs.