Skattamálaráðherra Danmerkur gagnrýndi tóbaksfyrirtæki harðlega í dag fyrir að grafa ákvörðunum danska þingsins um hærra sígarettuverð.
Danska ríkisútvarpið hafði eftir Morten Bødskov ráðherra að verðstríð tóbaksframleiðenda hefði nú gert skattahækkunina sem samþykkt var í apríl marklausa.
Vegna verðstríðsins sé nú hægt að kaupa sígarettur á lægra verði en lög leyfa. Nú sé hægt að kaupa pakkann, sem ætti að kosta 55 danskar krónur, á 40 krónur. „Þess vegna ætlum við að grípa til aðgerða. Ríkisstjórnin ætlar að herða afstöðu sína gagnvart framleiðendum og söluaðilum.“
Ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á tóbak um fimm krónur árið 2022 og jafnvel grípa til frekari aðgerða í málaflokknum.