Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 23:34 Björgvin Páll Gústavsson segir „gjörsamlega galið“ að fólk hafi skipst í fylkingar í umræðu um eineltismál. vísir/afp Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33