Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 21:22 Ekið inn í Dýrafjarðargöng í dag. Vísir/Hafþór Gunnarsson Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23