Trúir ekki öðru að ríkið aðstoði KKÍ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 14:01 Teitur og Sævar fóru yfir landslagið á föstudagskvöldið. STÖÐ 2 SPORT Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum