Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 11:47 Skipverjarnir fóru í sýnatöku síðastliðinn þriðjudag. Vísir/Hafþór Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38